Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:06 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. vísir/vilhelm Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur. Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur.
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira