31 kona Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun