31 kona Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun