#TheDress gengur aftur: Er steinn í avókadóinu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:03 „Hvernig er kjóllinn á litinn?“ var spurning ársins 2015. Nú er það avókadóið. Margir muna eftir kjólnum alræmda sem fór eins og eldur í sinu um netheima í ársbyrjun 2015. Allir höfðu skoðun á málinu og fólk skipaði sér í fylkingar eftir því hvort það sá hvítan og gylltan kjól eða bláan og svartan. Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár. Lífið Grín og gaman Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira
Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár.
Lífið Grín og gaman Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira