Sá tvöfalt í úrslitaleik Meistaradeildar vegna timburmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 10:30 Dan Beutler glímdi lengi við fíknivanda. getty/Stuart Franklin Sænski markvörðurinn Dan Beutler vinnur nú að bók um lífshlaup sitt. Þar fjallar hann meðal annars um áfengis- og fíkniefnavanda sinn. Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári. Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári.
Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni