Sá tvöfalt í úrslitaleik Meistaradeildar vegna timburmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 10:30 Dan Beutler glímdi lengi við fíknivanda. getty/Stuart Franklin Sænski markvörðurinn Dan Beutler vinnur nú að bók um lífshlaup sitt. Þar fjallar hann meðal annars um áfengis- og fíkniefnavanda sinn. Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári. Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári.
Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira