Vilja handtaka Rittenhouse aftur Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 08:55 Kyle Rittenhouse skaut tvo menn til bana og særði þann þriðja en segist hafa gert það í sjálfsvörn. Getty/Tayfun Coskun Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Rittenhouse er sagður hafa brotið gegn skilmálum lausnar hans með því að láta yfirvöld ekki vita af því að hann hafi flutt, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar reynt var að senda bréf til skráðs heimilis Rittenhouse kom í ljós að hann hafðu flutt þaðan í desember og segjast saksóknarar ekki vita hvar hann búi nú. Lögmenn hans segja hann vera í felum vegna morðhótana og að saksóknarar hafi ekki samþykkt að halda heimilisfangi hans leyndu. Rittenhouse hafi verið í stöðugu sambandi við þá, lögmenn sína. Þeir segja að fjölskyldu Rittenhouse hafi ítrekað borist hótanir og að lögregluþjónar hafi sagt verjendum hans að gefa ekki upp nýtt heimilisfang þeirra. Þeir segja saksóknara hafa neitað að halda nýju heimilisfangi hans leyndu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dómari fengið upplýsingar um samastað Rittenhouse vegna annara málaferla um það að sleppa heimilisfanginu í dómsskjölum. Skaut þrjá mótmælendur Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Að endingu hafði hann skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og skipt mörgum upp í fylkingar. Margir segja hann hættulegan og að hann hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Aðrir hafa fylgt sér að baki hans og segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Þeirra á meðal er Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Saksóknarar segja Rittenhouse hafa litla hvatningu til að fylgja skilmálum lausnar hans, þar sem tveggja milljóna dala trygging hans hafi verið greidd með netfjáröflun. Þá segja þeir yfir höfuð sérstakt að maður sem sakður sé um morð fái að ganga laus. Í síðasta mánuði náðust myndir af Rittenhouse á krá með móður sinni í Illinois. Þar stillti hann sér upp í myndatöku með mönnum sem notuðu handamerki nýnasista og þjóðernissinna á myndinni. Í kjölfar þess úrskurðaði dómari að Rittenhouse mætti ekki umgangast þjóðernissinna og rasista.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent