Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 07:55 Marjorie Taylor Greene sést hér yfirgefa skrifstofu sína í þinghúsinu í gær. Getty/Tasos Katopodis Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans. Bandaríkin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Bæði Demókratar og þingmenn úr röðum Repúblikana hafa krafist þess að Greene víki úr öllum nefndum á vegum þingsins sem hún á sæti í vegna umdeildra ummæla hennar en hún þykir afar öfgafull í skoðunum. Greene segist meðal annars aðhyllast samsæriskenningar Qanon og þá hefur hún látið ýmis orð falla á samfélagsmiðlum sem vakið hafa óhug. Repúblikanar ákváðu á fundi sínum í gær að víkja henni ekki úr þingnefndum. Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, sagðist hneykslaður á ummælum Greene, en benti á að þau hefði hún látið falla áður en hún tók sæti á þinginu. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir kröfuna verða tekna fyrir í þinginu með formlegum hætti. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til þess að nái fram að ganga og þar sem Demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni má ætla að Greene verði vikið úr nefndunum. Krafan verður tekin fyrir í dag að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Það eru síðan hægrisinnaðir Repúblikanar á þinginu sem vildu víkja Cheney úr leiðtogahlutverki hennar úr flokknum. Hún var einn fárra Repúblikana sem greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Það hefur vakið mikla reiði meðal öfgafullra íhaldsmanna í Repúblikanaflokknum sem vilja ekki sjá Cheney í leiðtogahlutverki innan flokksins vegna þessa. Þá hefur hún einnig verið óhrædd við að gagnrýna Trump opinberlega sem hefur ýft fjaðrirnar á stuðningsmönnum hans.
Bandaríkin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila