„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið” Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 19:35 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Vísir Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes. Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes.
Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira