Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:30 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson sjást hér ræða um Valsliðið. S2 Sport Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara?
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira