„Vorboði“ slökkviliðsmanna óvenjulega snemma á ferðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:16 Varðstjóri segir að slökkvistarf hafi gengið framar vonum og að betur hafi farið en á horfðist. vísir/vilhelm Fjölmennt lið slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu var kallað út laust fyrir klukkan átta í morgun vegna sinubruna við Korpúlfsstaðaveg. Brunalykt fannst víða í borginni vegna þessa en slökkviliðið náði tökum á aðstæðum á mettíma. Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“ Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“
Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11