Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Vísir/Egill Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira