Sigmundi Davíð hafa borist morðhótanir og hann óttaðist um líf sitt Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 17:14 Sigmundur Davíð segir að á sig hafi verið ráðist, með harkalegu ofbeldi og þá hefur honum borist morðhótanir sem lögreglan taldi fyllstu ástæðu til að taka alvarlega. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist hafa fengið að kenna á því vegna þátttöku í stjórnmálum. Meðal annars var ráðist á hann af mikilli hörku. Sigmundur Davíð var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík sídegis nú áðan og lýsti því á hverju hefur gengið hvað sig varðar en uppleggið var harkaleg umræða á netinu. Sem margir vilja setja í þráðbeint samhengi við göt eftir riffilskot sem fundust á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sigmundur segist hafa haft af þessu miklar áhyggjur af þessu og lengi haft. „Þegar ég byrjaði í stjórnmálum, í miðju bankahruninu, var töluvert um persónuárásir á stjórnmálamenn. Og ég hef tjáð mig um þetta í ræðu og riti oftar en hægt er að telja með góðu móti, ekki síst síðustu misseri. Þetta hefur verið að festast í sessi, stjórnmál snúast meira og meira um persónuníð, að reyna að ófrægja andstæðinginn fremur en taka rökræðu um pólitísk álitaefni.“ Ráðist á Sigmund í félagsheimili Sigmundur telur þetta afar ískyggilega þróun, fyrir pólitíkina en hann telur umræðuna á umliðnum árum hafa færst meira yfir á einstaklinga og jafnvel heimili þeirra fremur en að tekist sé á um málefni. „Jájá, gerir það náttúrlega. Fer að snúast um einstaklinga og reyna að sverta þá hefur það gríðarleg áhrif á alla fjölskyldu og jafnvel vini viðkomandi. Ég hef oft tekið sem dæmi að menn getu og gátu í gegnum tíðina rifist oft heiftarlega í þingsal um ólíka sýn á pólitík. Og gátu svo verið bestu vinir á eftir. Farið fram saman í kaffi og spjallað saman í vinsemd. En þegar átökin snúast um einstaklinga og persónuleika þá eru þessi góðu samskipti sem þurfa að fylgja í stjórnmálunum miklu erfiðari. Líður öll pólitísk umræða fyrir það. ekki síst þess vegna, ekki að ég sé að vorkenna mér, en ég tel að þetta eyðileggi stjórnmálin og komi í veg fyrir að finna bestu lausnirnar með umræðu.“ Sigmundur Davíð sagðist hafa fengið hótanir í gegnum tíðina, morðhótanir hafi borist í forsætisráðuneytið þegar hann var forsætisráðherra. Hann segist spurður hafa óttast um líf sitt enda hótanirnar þannig að lögreglan taldi fyllstu ástæðu til að taka þær alvarlega. „Þær voru þess eðlis. En svo náttúrlega eins og menn þekkja berst allskonar óskapnaður í gegnum netið og til manns persónulega á ýmsu formi. Og maður hefur svo sem reynt ýmislegt í þessu. Það hefur verið ráðist á mig. Sat við borð í félagsheimili. Upp úr þurru kom maður sem réðst á mig með mjög harkalegu ofbeldi.“ Sigmundur Davíð ítrekað sagður geðveikur Sá maður var fjarlægður af lögreglu og Sigmundur fékk aðhlynningu. Sigmundur segist ekki hafa viljað tilkynna um þessar hótanir. „Maður vill ekki, hvernig á maður að orða það, búa til einhver trend með þetta eða aðra svona hluti.“ Hann segist vonast til þess að umræðan þróist í aðrar áttir. En Sigmundur segir að í sínu tilfelli, þá er slík atriði hafi ratað í fjölmiðla, hafi það verið svo að menn hafi viljað gera frekar lítið úr málum. „Jafnvel gefið í skyn að maður væri vænisjúkur. Það er nú eitt af því sem maður fær að heyra, að maður sé geðveikur. Maður varð fyrir fjárkúgun, og hverju höfðu menn mestan áhuga á, jú; því hvað þeir kynnu að hafa á mig?“ Sigmundur Davíð segir mikilvægt að menn hverfi frá þessum persónuárásum, en hann telur ákveðin pólitísk öfl hafi viljað færa umræðuna þangað. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Fjölmiðlar Alþingi Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík sídegis nú áðan og lýsti því á hverju hefur gengið hvað sig varðar en uppleggið var harkaleg umræða á netinu. Sem margir vilja setja í þráðbeint samhengi við göt eftir riffilskot sem fundust á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sigmundur segist hafa haft af þessu miklar áhyggjur af þessu og lengi haft. „Þegar ég byrjaði í stjórnmálum, í miðju bankahruninu, var töluvert um persónuárásir á stjórnmálamenn. Og ég hef tjáð mig um þetta í ræðu og riti oftar en hægt er að telja með góðu móti, ekki síst síðustu misseri. Þetta hefur verið að festast í sessi, stjórnmál snúast meira og meira um persónuníð, að reyna að ófrægja andstæðinginn fremur en taka rökræðu um pólitísk álitaefni.“ Ráðist á Sigmund í félagsheimili Sigmundur telur þetta afar ískyggilega þróun, fyrir pólitíkina en hann telur umræðuna á umliðnum árum hafa færst meira yfir á einstaklinga og jafnvel heimili þeirra fremur en að tekist sé á um málefni. „Jájá, gerir það náttúrlega. Fer að snúast um einstaklinga og reyna að sverta þá hefur það gríðarleg áhrif á alla fjölskyldu og jafnvel vini viðkomandi. Ég hef oft tekið sem dæmi að menn getu og gátu í gegnum tíðina rifist oft heiftarlega í þingsal um ólíka sýn á pólitík. Og gátu svo verið bestu vinir á eftir. Farið fram saman í kaffi og spjallað saman í vinsemd. En þegar átökin snúast um einstaklinga og persónuleika þá eru þessi góðu samskipti sem þurfa að fylgja í stjórnmálunum miklu erfiðari. Líður öll pólitísk umræða fyrir það. ekki síst þess vegna, ekki að ég sé að vorkenna mér, en ég tel að þetta eyðileggi stjórnmálin og komi í veg fyrir að finna bestu lausnirnar með umræðu.“ Sigmundur Davíð sagðist hafa fengið hótanir í gegnum tíðina, morðhótanir hafi borist í forsætisráðuneytið þegar hann var forsætisráðherra. Hann segist spurður hafa óttast um líf sitt enda hótanirnar þannig að lögreglan taldi fyllstu ástæðu til að taka þær alvarlega. „Þær voru þess eðlis. En svo náttúrlega eins og menn þekkja berst allskonar óskapnaður í gegnum netið og til manns persónulega á ýmsu formi. Og maður hefur svo sem reynt ýmislegt í þessu. Það hefur verið ráðist á mig. Sat við borð í félagsheimili. Upp úr þurru kom maður sem réðst á mig með mjög harkalegu ofbeldi.“ Sigmundur Davíð ítrekað sagður geðveikur Sá maður var fjarlægður af lögreglu og Sigmundur fékk aðhlynningu. Sigmundur segist ekki hafa viljað tilkynna um þessar hótanir. „Maður vill ekki, hvernig á maður að orða það, búa til einhver trend með þetta eða aðra svona hluti.“ Hann segist vonast til þess að umræðan þróist í aðrar áttir. En Sigmundur segir að í sínu tilfelli, þá er slík atriði hafi ratað í fjölmiðla, hafi það verið svo að menn hafi viljað gera frekar lítið úr málum. „Jafnvel gefið í skyn að maður væri vænisjúkur. Það er nú eitt af því sem maður fær að heyra, að maður sé geðveikur. Maður varð fyrir fjárkúgun, og hverju höfðu menn mestan áhuga á, jú; því hvað þeir kynnu að hafa á mig?“ Sigmundur Davíð segir mikilvægt að menn hverfi frá þessum persónuárásum, en hann telur ákveðin pólitísk öfl hafi viljað færa umræðuna þangað.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Fjölmiðlar Alþingi Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira