KR vann öruggan 3-0 sigur á Fram í Vesturbænum í morgun. KR svaraði því fyrir sig eftir 4-0 skellinn gegn Fylki í miðri viku.
Breiðablik lenti undir gegn FH en kom til baka og vann 3-1 sigur. Steven Lennon skoraði mark FH en Brynjólfur Willumsson gerði tvö fyrir Breiðablik og Jason Daði Svanþórsson eitt.
Sigurður Bjartur Hallsson tryggði Grindavík sigur á Keflavík suður með sjó er hann skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
ÍA vann að lokum 2-1 sigur á HK. Brynjar Snær Pálsson og Gísli Laxdal Unnarsson skoruðu mörk ÍA en Stefán Ljubicic minnkaði muninn fyrir HK.
Úrslit dagsins:
Grindavík - Keflavík 1-0
Breiðablik - FH 3-1
ÍA - HK 2-1
KR - Fram 3-0