Samkvæmt heimildum fréttastofu verður farið fram á gæsluvarðhald yfir honum í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tjáir sig ekki um málið og vísar í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í dag þar sem segir að málið sé litið alvarlegum augum.
Stjórnmálaflokkarnir hafa lýst þungum áhyggjum af stöðunni og munu funda með ríkislögreglustjóra á þriðjudag.