Ævintýri Svía heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 17:59 Hampus Wanne skorar eitt af mörkum Svía í kvöld. Slavko Midzor/Getty Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu. Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla. HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Svíarnir byrjuðu betur en Frakkarnir komust yfir um miðbik hálfleiksins 7-6. Þá skoruðu Svíarnir hins vegar fjögur mörk í röð og voru svo þremur mörkum yfir í hálfleik 16-13. Frakkarnir vörðu eitt skot í fyrri hálfleik og ekkert skot fyrstu 23 mínúturnar. Sama var uppi á teningnum i síðari hálfleik. Svíarnir spiluðu ansi skynsamlegan og góðan handbolta. Frakkarnir náðu aldrei að ógna þeim af neinu viti og mest náðu Svíarnir sex marka forystu. Lokatölur 32-26 en Spánn eða Danmörk bíða í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það er hrikalega auðvelt að hrífast af þessu sænska liði (ólíkt t.d. fyrri sænskum liðum...). Geislar af þeim krafturinn og leikgleðin og án haugs af lykilmönnum komnir í úrslit með jákvæðan bolta í fyrirrúmi. Vil eiginlega bara að þeir klári þetta.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 29, 2021 Hampus Wanne var magnaður í sænska liðinu. Hann skoraði tólf mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum og fjögur úr vítum. Daniel Pettersson skoraði sex mörk og Jonathan Carlsbogard fjögur. Andreas Palicka var einnig frábær í markinu. Hugo Descat skoraði fimm mörk og Nadim Remili skoraði fjögur. Dika Mem og Ludovic Fabregas gerðu þrjú og þeir Kentin Mahe, Nicolas CLaire, Nicolas Tournat og Luc Abalo tvö hver. Fyrir mótið var erfitt að leggja mat á styrkleika Svía enda mættu þeir vængbrotnir til leiks. Þá er þjálfarinn, Norðmaðurinn Glenn Solberg, á sínu fyrsta stórmóti með sænska liðið en hann tók við því af Kristjáni Andréssyni í fyrra. Listinn af leikmönnum sem eru fjarverandi hjá Svíþjóð er langur og þar eru engir smákallar: Nicklas Ekberg, Jesper Nielsen, Andreas Nilsson, Linus Arnessen, Lukas Nilsson, Mikael Appelgren og Simon Jeppsson. Þessir leikmenn eru annað hvort meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Sweden defeats France in a decisive Championship match for France for the first time in more than 20 years - the latest win for Sweden was at the Olympics 2000. Since then France has won 10 times in a row.(Sweden won in Euros 2014, but France had nothing to play for)#egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2021 Þá setti kórónuveiran stórt strik í reikning Svía fyrir HM. Albin Lagergren og Anton Lindskog veiktust og fóru ekki strax til Egyptalands. Þá heltist Linus Persson úr lestinni vegna höfuðmeiðsla.
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira