Er sjálfboðaliðinn að deyja út? Margrét Valdimarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 07:01 Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Frjálsar íþróttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar