Er sjálfboðaliðinn að deyja út? Margrét Valdimarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 07:01 Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Frjálsar íþróttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun