Er sjálfboðaliðinn að deyja út? Margrét Valdimarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 07:01 Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Frjálsar íþróttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir einn af stærri íþróttaviðburðum ársins, Reykjavíkurleikarnir. Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í fjölda íþróttagreina. Þetta er mikilvægur viðburður og sérlega mikilvægt að afreksíþróttafólkið okkar geti keppt við jafningja á alþjóðlegu móti sem haldið er hér heima. Alþjóðleg stórmót eru alltaf stórar stundir fyrir íþróttafólk og fyrir Íslendinga. Þegar íþróttafólkið okkar pilar landsleiki, tekur þátt í stórmótum, vinnur til verðlauna, slær met og vekur athygli brýst fram í íslensku þjóðinni stolt. Þetta er íþróttafólkið okkar. Systur okkar og bræður á þessari litlu eyju okkar. En hvað stendur að baki þessu? Íþróttahreyfingin á Íslandi er byggð upp af sjálfboðaliðum og samanstendur enn mestmegnis af sjálfboðaliðum. Sjálfboðaliðar eru grunnurinn í öllu því íþróttastarfi sem við þekkjum í dag. Allt frá starfsmanninum í sjoppunni eða dómara á yngri flokka móti til formanna og stjórnarmanna. Sjálfboðaliðar sinna hinum ýmsu störfum og öll eru þau mikilvæg. Sama hversu stór eða tímafrek þau eru. Öll hafa þau tekið þátt í að standa á bak við íþróttafólkið okkar sem vekur þetta stolt og þessa samstöðu. Í dag sjáum við að það er að verða mun erfiðara að manna þessar sjálfboðaliðastöður. Íþróttafélög eiga erfitt með að manna stjórnarstöður og öll þau verkefni sem hefð er fyrir að unnin séu af sjálfboðaliðum. Fólk forgangsraðar og velur og sjálfboðaliðastarfið fellur utan þess sem tími gefst til að gera. Íþróttafólk á efri stigum setur kröfur um aðstöðu, búnað og utanumhald. Það er talið til réttinda. Staðlarnir eru háir og kosta peninga. Sama íþróttafólki finnst oft auðvelt að koma sér undan sjálfboðaliðastörfum og fjáröflunum. En er sjálfboðaliðinn að deyja út? Fólk nýtir tíma sinn til fulls og metur hann virðis. Það velur og hafnar. Það tekur ákvarðanir út frá því hversu mikið það hagnast, lærir, græðir á hlutunum. Við kennum börnunum okkar réttindi sín. Að það megi ekki svindla á þeim. Að þau megi velja og þau séu einhvers virði. En oft gleymist umræðan um að leggja til samfélagsins eða gefa af sér fyrir hag annarra. Jafnvel, umræðan um að þú þarft að vinna fyrir þínu. Til þess að hægt sé að taka út þarf að eiga inni fyrir því. Það þarf að vera búið að leggja inn og leggja á sig til þess að eiga eitthvað inni. En það er nákvæmlega það sem íþróttastarf og sjálfboðaliðastarf hefur kennt mér. Við erum langflest hlynnt því að börnin okkar stundi íþróttir eða tómstundir. Þarna læra börn og unglingar að vinna með allskonar persónuleikum með margskonar bakgrunn. Þau upplifa áreiti frá félögum sínum og þjálfurum sem etja þau og letja. Þetta er uppeldi á svo margan hátt sem þau fá ekki endilega annarsstaðar. Börnin fá að prófa takmörk sín, fá tækifæri til þess að æfa sig og taka framförum. Fyrir utan að þau fá hreyfingu og útrás fyrir orku. Allt þetta starf er byggt á sjálfboðavinnu. Þegar börnin fara á mót, keppnir eða sýningar eru sjálfboðaliðar sem ýmist dæma, standa í sjoppunni, setja upp aðstöðuna eða þrífa hana. Það eru sjálfboðaliðar sem standa að skipulagi og skráningu. Það eru einnig sjálfboðaliðar sem ráða inn þjálfarana og skipuleggja starfið í heild sinni. Öll erum við að reyna að gera okkar besta. Ég get ímyndað mér að á mínum íþróttaferli hafi hinir ýmsu sjálfboðaliðar unnið að því að ég og mitt handboltalið höfum getað æft, keppt og þroskast í íþróttunum. Það sem ég hef lært og grætt á íþróttunum er eitthvað sem ég er viss um að ég hefði ekki fengið annarsstaðar. Þess vegna tek ég að mér sjálfboðaliðastörf bæði í þágu míns lið og íþróttafélagsins almennt. Ég hvet þig að gera það sama. Það geta allir látið gott af sér leiða og unnið fyrir sitt íþrótta- eða bæjarfélag. Það geta allir verið sjálfboðaliðar. Höldum sjálfboðaliðanum lifandi í þágu íþrótta, barna og samfélagsins í heild. Margt smátt gerir eitt stórt. Mig langar að biðja þig þegar þú fylgist með eða tekur þátt í Reykjavíkurleikunum, að hugsa líka til sjálfboðaliðanna. Þau sem hafa gefið af sér og gefið sinn tíma í þágu þinnar og annarra, í íþróttastarfi eða á öðrum vettvangi. Verum þakklát fyrir þetta mikilvæga fólk, þökkum þeim fyrir og hrósum þeim fyrir vel unnin störf. Þeirra starf er ómetanlegt og lítið “takk” getur farið mjög langt. Höfundur er í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun