Lárus: Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 22:40 Þjálfari Þórs Þ., Lárus Jónsson, hrósaði Styrmi Snæ Þrastarsyni fyrir vörnina sem hann spilaði á Ty Sabin, stigahæsta leikmann Domino's deildarinnar. vísir/elín björg Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þ., var að vonum kampakátur með frammistöðuna og sigurinn á KR í kvöld. „Við spiluðum mjög vel og sérstaklega í vörninni. Við héldum þeirra helstu hestum niðri og Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik. Umræddur Sabin, sem er stigahæsti leikmaður Domino‘s deildarinnar, skoraði aðeins sex stig í kvöld. „Síðan hittum við vel en mér fannst þetta byrja með mikilli orku í vörninni. Allir fórnuðu sér fyrir hvern annan og vörnin skóp þennan sigur.“ Gott jafnvægi var í sóknarleik Þórsara sem leituðu inni í teig milli þess sem þeir bjuggu til góð skot fyrir skytturnar sínar. „Við vissum að við yrðum með töluverða yfirburði í teignum og tókum frákastabaráttuna tiltölulega auðveldlega. Við ætluðum að passa okkur á að vera ekki of lengi með boltann inni í teig og vera fljótir að koma honum aftur út og sækja á körfuna,“ sagði Lárus. Þórsarar gengu endanlega frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir náðu mest 42 stiga forskoti. „Við töluðum um að KR gætu komið mjög sterkir inn í seinni hálfleik. Við ætluðum ekkert að slaka heldur halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lárus. Þór hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn sterkum liðum, Stjörnunni, ÍR og KR. Þrátt fyrir það er Lárus með báða fætur á jörðinni. „Við megum samt ekkert ofmetnast. Maður verður að taka með í reikninginn að það eru tveir dagar síðan KR spilaði á Akureyri. Þeir eru líka ekki komnir með alla sína atvinnumenn. Kannski voru lappirnar hjá þeim töluvert þyngri en hjá okkur,“ sagði Lárus að lokum. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
„Við spiluðum mjög vel og sérstaklega í vörninni. Við héldum þeirra helstu hestum niðri og Styrmir spilaði eins góða vörn á Ty Sabin og hægt er,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik. Umræddur Sabin, sem er stigahæsti leikmaður Domino‘s deildarinnar, skoraði aðeins sex stig í kvöld. „Síðan hittum við vel en mér fannst þetta byrja með mikilli orku í vörninni. Allir fórnuðu sér fyrir hvern annan og vörnin skóp þennan sigur.“ Gott jafnvægi var í sóknarleik Þórsara sem leituðu inni í teig milli þess sem þeir bjuggu til góð skot fyrir skytturnar sínar. „Við vissum að við yrðum með töluverða yfirburði í teignum og tókum frákastabaráttuna tiltölulega auðveldlega. Við ætluðum að passa okkur á að vera ekki of lengi með boltann inni í teig og vera fljótir að koma honum aftur út og sækja á körfuna,“ sagði Lárus. Þórsarar gengu endanlega frá leiknum með frábærri byrjun á seinni hálfleik þar sem þeir náðu mest 42 stiga forskoti. „Við töluðum um að KR gætu komið mjög sterkir inn í seinni hálfleik. Við ætluðum ekkert að slaka heldur halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lárus. Þór hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn sterkum liðum, Stjörnunni, ÍR og KR. Þrátt fyrir það er Lárus með báða fætur á jörðinni. „Við megum samt ekkert ofmetnast. Maður verður að taka með í reikninginn að það eru tveir dagar síðan KR spilaði á Akureyri. Þeir eru líka ekki komnir með alla sína atvinnumenn. Kannski voru lappirnar hjá þeim töluvert þyngri en hjá okkur,“ sagði Lárus að lokum.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Umfjöllun: KR - Þór Þ. 77-107 | Þórsarar rústuðu meisturunum Þór Þ. vann þrjátíu stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 77-107, í DHL-höllinni í 6. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki í röð. 28. janúar 2021 22:18