Stöð 2 Sport
Upphitun fyrir leiki dagsins í Dominos-deild karla hefst klukkan 17.45. ÍR tekur svo á móti Haukum klukkan 18.10. Útsending frá stórleik dagsins hefst svo klukkan 20.05 þegar Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum.
Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að loknum fimm leikjum. Stjarnan er í öðru sæti með aðeins eitt tap í fyrstu fimm leikjum sínum. Að því loknu er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi þar sem farið verður yfir alla leiki umferðarinnar.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.55 er leikur Reading og Bournemouth í ensku B-deildinni á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Torino tekur á móti Fiorentina í eina leik dagsins í ítalska boltanum. Leikurinn hefst klukkan 19.35.
Stöð 2 E-Sport
Digital Motorsport Cup á RIG er á dagskrá klukkan 17.30. Um er að ræða beina útsendingu frá keppni í hermikappakstri á Reykjavíkurleikunum 2021.
Stöð 2 Golf
Klukkan 07.30 hefst Omega Dubai Desert Classic-mótið, er það hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 20.00 er svo komið að Farmers Insurance Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni.