Áslaug Arna mun ræða við Ashley Graham Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Ashley Graham er ein þekktasta fyrirsæta heims. Vísir/getty/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur farið sjálf af stað með lið á Instagram-síðu sinni sem ber heitið Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s. Hollywood Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
Á dögunum ræddi hún við Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs sem sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Áslaug var gestur í Brennslunni í morgun og talaði þar um hvaða aðila hún mun ræða við á næstunni. Þar kom í ljós að Áslaug ræðir næst við Katrínu Tönju Davíðsdóttur Crossfit stjörnu. En því næst mun hún tala við ofurfyrirsætuna Ashley Graham. „Ég er að fara ræða við Katrínu Tönju í dag. Ég hef alltaf sagt við ungt fólk að taka svolítið frakkar ákvarðanir og þora að segja það sem þau vilja. Mig langaði svolítið að reyna halda í það þó ég sé orðin dómsmálaráðherra og þetta var svona hugmynd sem kom, að ég geti nýtt minn miðil til góðs með því að miðla frá öðru fólki sem hefur tekist á við stórar áskoranir,“ segir Áslaug í Brennslunni í morgun. Umræddir þættir eru ávallt í beinni á Instagram á fimmtudögum og standa yfir í fimmtán mínútur. „Það er bara nóg. Það eru orðin allt of mörg hlaðvörp sem eru tveir tíma og tími er verðmætur og ég held að svona ráð frá fólki í mismunandi geirum gæti kannski nýst fólki sem er að fylgjast með mér,“ segir Áslaug en spjallið við Katrínu er klukkan þrjú í dag og síðan á tveggja vikna fresti í framhaldinu af því. „Ég hafði alveg stórar hugmyndir og fannst gaman að geta byrjað á forsætisráðherra Noregs. Næst verð ég síðan með ofurfyrirsætu frá Bandaríkjunum sem heitir Ashley Graham. Hún hefur algjörlega brotið blað í sögu fyrirsæta í heiminum,“ segir Áslaug. „Hún hefur smá íslenska tengingu og á íslenska vinkonu sem var líka í fyrirsætubransanum og heitir Inga. Henni fannst þetta frábær hugmynd og sagði bara já.“ Ashley Graham er heimsfræg ofurfyrirsæta sem hefur tjáð sig mikið um líkamsvirðingu kvenna. Graham hefur verið á forsíðum tímaritanna Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þess að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s.
Hollywood Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira