Facebook og Google eru blóðsugur Ólafur Hauksson skrifar 28. janúar 2021 12:00 Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Samfélagsmiðlar Facebook Google Fjölmiðlar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar