Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 10:16 Bill Gates er ekki sáttur við þann aragrúa samsæriskenninga sem hafa verið myndaðar í tengslum við hann en vill skilja hvernig slíkt gerist. Getty/Hou Yu Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum. Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira