Þetta staðfestir Róbert í samtali við Vísi, en Fréttablaðið sagði frá þessu í morgun. Róbert vill annars ekki tjá sig um málið.
Róbert hefur áður átt sæti á þingi – fyrir Samfylkinguna á árunum 2009 til 2012 og sat svo utan flokka fram að kosningunum 2013. Þá sat hann á þingi fyrir Bjarta framtíð 2013 til 2016 þar sem hann var um tíma formaður þingflokksins.
Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars 2020, fyrst til þriggja mánaða. Þar áður hafði hann starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist. Á árum áður starfaði hann um árabil við fjölmiðla og var aðstoðarmaður samgönguráðherra áður en hann settist á þing árið 2009.
Vinstri græn tryggðu sér fimm þingmenn í Reykjavíkurkjördæminum tveimur í síðustu kosningum – Katrínu Jakobsdóttur, Svandísi Svavarsdóttur, Kolbein Óttarsson Proppé, Steinunni Þóru Árnadóttur og Andrés Inga Jónsson. Andrés Ingi hefur síðan sagt skilið við þingflokkinn.