Harriet Tubman verði andlit tuttugu dollara seðilsins sem fyrst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:09 Ríkisstjórn Joe Bidens hyggst reyna að flýta ferlinu við að koma Harriet Tubman á tuttugu dollara seðilinn. EPA/ERIK S. LESSER Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hyggst leita leiða til að flýta ferlinu við að prenta peningaseðla með mynd af Harriet Tubman. Stjórn Donalds Trump, forvera hans í embætti, lét ákvörðun Baracks Obama þess efnis niður falla. Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt. Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt.
Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira