Pervertinn sagður hár, grannur og úlpuklæddur í kringum þrítugt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 16:18 Seljaskóli, hvar pervertinn virðist hafa athafnað sig í dag og í gær. Reykjavíkurborg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú karlmanns sem beraði á sér kynfærin fyrir framan nemendur í Seljaskóla í Breiðholti um hádegisbil í gær. Maðurinn er talinn í kringum þrítugt, hár og grannur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira