Biden mættur í Hvíta húsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 21:04 Joe Biden er mættur ásamt fjölskyldu sinni í Hvíta húsið. E EPA Joe Biden gekk nú fyrir nokkrum mínútum inn um hliðið og í Hvíta húsið í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Biden gekk síðasta spölinn í stórri skrúðgöngu, sem fram fór að lokinni innsetningarathöfn, ásamt fjölskyldu sinni og er nú mættur í Hvíta húsið. Þetta er þó sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hann kemur í Hvíta húsið enda var hann varaforseti í tíð Baracks Obama. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er einnig á leiðinni og er í þessum skrifuðu orðum að ganga síðasta spölinn niður Pennsylvania-breiðgötu og að Hvíta húsinu. Það ríkir ekki minni eftirvænting fyrir embættistöku Harris en Biden, en hún er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að gegna embætti varaforseta. Fljótlega hefst einnig eins konar „rafræn skrúðganga“ sem sjónvarpað verður frá mörgum stöðum víðsvegar um Bandaríkin en athöfnin í dag hefur að mörgu leiti farið fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þá hefur öryggisgæslan í Washington DC verið gríðarleg í ljósi óeirðanna sem þar brutust út fyrir tveimur vikum þegar múgur braut sér leið inn í þinghúsið. „Það má engan tíma missa þegar kemur að því að takast á við kreppuna sem blasir við okkur. Þess vegna held ég í dag á skrifstofu forseta til að koma mér strax að verki,“ skrifaði forsetinn Joe Biden á Twitter fyrr í kvöld. There is no time to waste when it comes to tackling the crises we face. That's why today, I am heading to the Oval Office to get right to work delivering bold action and immediate relief for American families.— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er einnig á leiðinni og er í þessum skrifuðu orðum að ganga síðasta spölinn niður Pennsylvania-breiðgötu og að Hvíta húsinu. Það ríkir ekki minni eftirvænting fyrir embættistöku Harris en Biden, en hún er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að gegna embætti varaforseta. Fljótlega hefst einnig eins konar „rafræn skrúðganga“ sem sjónvarpað verður frá mörgum stöðum víðsvegar um Bandaríkin en athöfnin í dag hefur að mörgu leiti farið fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. Þá hefur öryggisgæslan í Washington DC verið gríðarleg í ljósi óeirðanna sem þar brutust út fyrir tveimur vikum þegar múgur braut sér leið inn í þinghúsið. „Það má engan tíma missa þegar kemur að því að takast á við kreppuna sem blasir við okkur. Þess vegna held ég í dag á skrifstofu forseta til að koma mér strax að verki,“ skrifaði forsetinn Joe Biden á Twitter fyrr í kvöld. There is no time to waste when it comes to tackling the crises we face. That's why today, I am heading to the Oval Office to get right to work delivering bold action and immediate relief for American families.— President Biden (@POTUS) January 20, 2021
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira