Fyrsta konan til að dæma í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Sarah Thomas er að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni. Getty/Wesley Hitt Super Bowl leikurinn í ár er þegar orðinn sögulegur þrátt fyrir að við vitum ekki enn hvaða lið muni mætast á Raymond James leikvanginum í Tampa í febrúar. NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti