Brady vann Brees og Mahomes meiddist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 07:31 Tom Brady var kátur eftir sigur Tampa Bay Buccaneers á New Orleans í nótt. AP/Brett Duke Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru komnir áfram í úrslit Þjóðardeildarinnar eftir sigur á New Orleans Saints í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Það verða Tampa Bay Buccaneers, Green Bay Packers, Buffalo Bulls og Kansas City Chiefs keppa um það um næstu helgi að komast í Super Bowl leikinn í ár. Tom Brady hafði betur í uppgjör tveggja af bestu leikstjórendum sögunnar en Drew Brees varð að sætta sig við tap í nótt eftir að hafa unnið Brady tvisvar sinnum fyrr í vetur. All love between these legends. #NFLPlayoffs@drewbrees | @TomBrady pic.twitter.com/ZwJXfbxqi0— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs tókst að landa sigri á móti Cleveland Browns þrátt fyrir að missa Patrick Mahomes af velli eftir höfuðhögg. Tom Brady er á sínu fyrsta tímabili með Tampa Bay Buccaneers en er á góðri leið í átt að Super Bowl leiknum eins og vanalega með New England Patriots liðinu. Tampa Bay Buccaneers vann 30-20 sigur á New Orleans Saints þar sem Buccaneers nýtti sér vel töpuðu boltana hjá heimamönnum. Augun voru á leikstjórnendum liðanna sem setti nýtt aldursmet því Tom Brady er 43 ára og Drew Brees er 42 ára. FINAL: The @Buccaneers secure their spot in the NFC Championship! #TBvsNO #GoBucs #NFLPlayoffs pic.twitter.com/9a3YU3oDxX— NFL (@NFL) January 18, 2021 Saints liðið tapaði fjórum boltum í leiknum og Tampa Bay menn skoruðu snertimörk eftir þrjú þeirra. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, sem mögulega var að spila sinn síðasta leik á ferlinum, kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér. of the QB sneak.@TomBrady extends the Bucs lead, 30-20. #GoBucs #NFLPlayoffs : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/kJOiprK712 pic.twitter.com/7lHRcB2umz— NFL (@NFL) January 18, 2021 Tom Brady átti snertimarkssendingar á þá Leonard Fournette og Mike Evans og skoraði síðan sjálfur síðasta snertimarkið sem innsiglaði sigurinn tæpum fimm mínútum fyrir leikslok. Tampa Bay Buccaneers mætir Green Bay Packers á útivelli í úrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Packers vann sannfærandi 32-18 sigur á Los Angeles Rams á laugardaginn. 20 seasons in the AFC: 13 AFC Championship appearancesOne season in the NFC: Heading to the NFC Championship@TomBrady #NFLPlayoffs pic.twitter.com/I3lo0sysND— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs vann 22-17 sigur á Cleveland Browns eftir að hafa verið 19-3 yfir í hálfleik. Patrick Mahomes skoraði sjálfur snertimark og átti snertimarkssendingu á Travis Kelce og allt leit mjög vel út hjá liðinu. Cleveland Browns kom aftur á móti til baka í seinni hálfleik og voru farnir að ógna Chiefs undir lokin ekki síst eftir að Patrick Mahomes fór meiddur af velli. Patrick Mahomes hneig niður eftir að hafa fengið höfuðhögg og var útilokaður frá leiknum af læknum. FINAL: The @Chiefs secure their spot in the AFC Championship! #RunItBack #NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/Zc2vqybpkA— NFL (@NFL) January 17, 2021 Hlauparinn Kareem Hunt minnkaði muninn í fimm stig átta mínútum fyrir leiksloks en varaleikstjórnandanum Chad Henne tókst að gera nóg til að landa sigrinum. Nú tekur við óvissuástand á meðan menn bíða og vona eftir því að Patrick Mahomes nái sér fyrir leikinn á móti Buffalo Bulls í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Next up: Championship Sunday! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/rZFE11gwPg— NFL (@NFL) January 18, 2021 NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Það verða Tampa Bay Buccaneers, Green Bay Packers, Buffalo Bulls og Kansas City Chiefs keppa um það um næstu helgi að komast í Super Bowl leikinn í ár. Tom Brady hafði betur í uppgjör tveggja af bestu leikstjórendum sögunnar en Drew Brees varð að sætta sig við tap í nótt eftir að hafa unnið Brady tvisvar sinnum fyrr í vetur. All love between these legends. #NFLPlayoffs@drewbrees | @TomBrady pic.twitter.com/ZwJXfbxqi0— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs tókst að landa sigri á móti Cleveland Browns þrátt fyrir að missa Patrick Mahomes af velli eftir höfuðhögg. Tom Brady er á sínu fyrsta tímabili með Tampa Bay Buccaneers en er á góðri leið í átt að Super Bowl leiknum eins og vanalega með New England Patriots liðinu. Tampa Bay Buccaneers vann 30-20 sigur á New Orleans Saints þar sem Buccaneers nýtti sér vel töpuðu boltana hjá heimamönnum. Augun voru á leikstjórnendum liðanna sem setti nýtt aldursmet því Tom Brady er 43 ára og Drew Brees er 42 ára. FINAL: The @Buccaneers secure their spot in the NFC Championship! #TBvsNO #GoBucs #NFLPlayoffs pic.twitter.com/9a3YU3oDxX— NFL (@NFL) January 18, 2021 Saints liðið tapaði fjórum boltum í leiknum og Tampa Bay menn skoruðu snertimörk eftir þrjú þeirra. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, sem mögulega var að spila sinn síðasta leik á ferlinum, kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér. of the QB sneak.@TomBrady extends the Bucs lead, 30-20. #GoBucs #NFLPlayoffs : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/kJOiprK712 pic.twitter.com/7lHRcB2umz— NFL (@NFL) January 18, 2021 Tom Brady átti snertimarkssendingar á þá Leonard Fournette og Mike Evans og skoraði síðan sjálfur síðasta snertimarkið sem innsiglaði sigurinn tæpum fimm mínútum fyrir leikslok. Tampa Bay Buccaneers mætir Green Bay Packers á útivelli í úrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Packers vann sannfærandi 32-18 sigur á Los Angeles Rams á laugardaginn. 20 seasons in the AFC: 13 AFC Championship appearancesOne season in the NFC: Heading to the NFC Championship@TomBrady #NFLPlayoffs pic.twitter.com/I3lo0sysND— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs vann 22-17 sigur á Cleveland Browns eftir að hafa verið 19-3 yfir í hálfleik. Patrick Mahomes skoraði sjálfur snertimark og átti snertimarkssendingu á Travis Kelce og allt leit mjög vel út hjá liðinu. Cleveland Browns kom aftur á móti til baka í seinni hálfleik og voru farnir að ógna Chiefs undir lokin ekki síst eftir að Patrick Mahomes fór meiddur af velli. Patrick Mahomes hneig niður eftir að hafa fengið höfuðhögg og var útilokaður frá leiknum af læknum. FINAL: The @Chiefs secure their spot in the AFC Championship! #RunItBack #NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/Zc2vqybpkA— NFL (@NFL) January 17, 2021 Hlauparinn Kareem Hunt minnkaði muninn í fimm stig átta mínútum fyrir leiksloks en varaleikstjórnandanum Chad Henne tókst að gera nóg til að landa sigrinum. Nú tekur við óvissuástand á meðan menn bíða og vona eftir því að Patrick Mahomes nái sér fyrir leikinn á móti Buffalo Bulls í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Next up: Championship Sunday! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/rZFE11gwPg— NFL (@NFL) January 18, 2021
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira