Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 21:50 Bóluefni Pfizer á leið til Evrópulanda. Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. Yfirvöld í Svíþjóð, Danmörku, Finnland, Litháen, Lettlandi og Eistlandi hafa lýst yfir óánægju sinni. Þau segja seinkunina „óásættanlega“ og vöruðu við því að breytingarnar muni draga úr trúverðugleika bóluefnaferlisins. Þá hafa þau hvatt Evrópusambandið til þess að beita Pfizer og BioNTech þrýstingi til þess að fá fleiri skammta flutta til Evrópu. Pfizer hefur sagt að þetta ástand sé tímabundið. Færri skammtar af efninu muni berast til Evrópu vegna breytinga á framleiðslu. Verið sé að breyta framleiðslutækjum svo hægt sé að framleiða meira bóluefni hraðar. Pfizer sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að færri skammtar berist til Evrópu það sem eftir er af janúar og í byrjun febrúar verði framleiðsla orðin hraðari um miðjan febrúar og megi þá búast við fleiri skömmtum en ætlað hefur verið í síðari hluta febrúar og mars. Heilbrigðisráðuneyti Þýskalands sagði tilkynningu Pfizer koma á óvart. Það minnti framleiðandann á að hann hafi skuldbundið sig til að flytja bóluefni til Evrópu á ákveðnum tíma og við það ætti að standa. Ursula von der Leyen, foresti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að hún hafi rætt við forstjóra Pfizer sem hefði staðfest að allar pantanir, sem lofað hafi verið að yrðu afhentar á fyrsta ársfjórðungi, myndu verða afhentar á þeim tíma. Evrópusambandið Svíþjóð Danmörk Finnland Litháen Lettland Eistland Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Yfirvöld í Svíþjóð, Danmörku, Finnland, Litháen, Lettlandi og Eistlandi hafa lýst yfir óánægju sinni. Þau segja seinkunina „óásættanlega“ og vöruðu við því að breytingarnar muni draga úr trúverðugleika bóluefnaferlisins. Þá hafa þau hvatt Evrópusambandið til þess að beita Pfizer og BioNTech þrýstingi til þess að fá fleiri skammta flutta til Evrópu. Pfizer hefur sagt að þetta ástand sé tímabundið. Færri skammtar af efninu muni berast til Evrópu vegna breytinga á framleiðslu. Verið sé að breyta framleiðslutækjum svo hægt sé að framleiða meira bóluefni hraðar. Pfizer sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að færri skammtar berist til Evrópu það sem eftir er af janúar og í byrjun febrúar verði framleiðsla orðin hraðari um miðjan febrúar og megi þá búast við fleiri skömmtum en ætlað hefur verið í síðari hluta febrúar og mars. Heilbrigðisráðuneyti Þýskalands sagði tilkynningu Pfizer koma á óvart. Það minnti framleiðandann á að hann hafi skuldbundið sig til að flytja bóluefni til Evrópu á ákveðnum tíma og við það ætti að standa. Ursula von der Leyen, foresti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að hún hafi rætt við forstjóra Pfizer sem hefði staðfest að allar pantanir, sem lofað hafi verið að yrðu afhentar á fyrsta ársfjórðungi, myndu verða afhentar á þeim tíma.
Evrópusambandið Svíþjóð Danmörk Finnland Litháen Lettland Eistland Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44
Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44