Sá besti á móti bestu vörninni og einvígi ungu og hlaupaglöðu leikstjórnendanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2021 12:30 Aaron Rodgers hefur átt frábært tímabil með Green Bay Packers og liðið er til alls líklegt í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Getty/Quinn Harris Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í kvöld og nú koma bestu liðin inn í úrslitakeppnina eftir að hafa setið hjá um síðustu helgi. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um síðustu helgi en nú er komið af helginni sem er oft kölluð sú besta í boltanum. Þá fara fram undanúrslitin í bæði Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni. Fyrri leikur dagsins er leikur Green Bay Packers og Los Angeles Rams en Packers liðið var með besta árangurinn í Þjóðardeildinni og sat hjá um síðustu helgi. Á sama tíma vann Rams-liðið glæsilegan sigur í Seatttle en liðsmenn Los Angeles Rams hafa verið frekar óútreiknanlegir síðustu vikur. Seinni leikur kvöldsins er uppgjör á milli tveggja af framtíðarstjörnum deildarinnar en stuðningsmenn bæði Baltimore Ravens og Buffalo Bills hafa líka beðið lengi eftir því að lið þeirra gera einhverja hluti í úrslitakeppninni. Aaron Rodgers targeting end zone in last 2 seasons 40 TDs 0 INTs pic.twitter.com/ev7mqIDIB9— PFF Fantasy Football (@PFF_Fantasy) January 15, 2021 Green Bay Packers vann sex síðustu leiki sína fyrir úrslitakeppni og þrettán af sextán leikjum deildarkeppninnar. Leikstjórnandinn Aaron Rodgers og útherjinn Davante Adams hafa spilað frábærlega í allan vetur og Rodgers er mjög líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. It's a scary sight when @AaronDonald97 is fired up! : #LARvsGB -- Saturday 4:35pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/NRwtNnbZFE— NFL (@NFL) January 14, 2021 Það hefur verið mun meira vesen á liði Los Angeles Rams og þá ekki síst leikstjórnendastöðunni. Rams-vörnin er aftur á móti ein sú allra besta í deildinni og á henni fór liðið í gegnum Seattle Seahawks um síðustu helgi og þessi vörn gæti skapað vandræði fyrir sókn Packers mann í kvöld. Baltimore Ravens og Buffalo Bills fögnuðu bæði sannfærandi sigrum um síðustu helgu. Baltimore Ravens hefur verið með frábært lið síðustu ár en tókst loksins að vinna leik í úrslitakeppni og sigur Buffalo Bills var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 25 ár. The Road Less TraveledVolume 2, Chapter 2 pic.twitter.com/jn7zUA3bTW— Baltimore Ravens (@Ravens) January 15, 2021 Leikstjórnendur Baltimore Ravens og Buffalo Bills eiga það sameiginlegt að vera ungir leikmenn sem hafa þegar komið sér í hóp þeirra bestu í deildinni. Þeir eru líka mjög duglegir við að hlaupa sjálfir með boltann upp völlinn; stórir, hraustir og hugrakkir strákar. Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í fyrra en þá klúðraði Ravens liðið fyrsta leik í úrslitakeppninni. Nú eru menn staðráðnir að bæta fyrir það þrátt fyrir ekki alveg eins glæsilega deildarkeppni. Liðið kom samt inn í úrslitakeppninni á góðri siglingu. An AFC showdown between @Lj_era8 and @JoshAllenQB! : #BALvsBUF -- Saturday 8:15pm ET on NBC : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/uGIfLvtyqN— NFL (@NFL) January 14, 2021 Josh Allen hjá Buffalo Bills hefur aftur á móti átt frábært tímabil og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Bills liðið vann 27-24 sigur á Indianapolis Colts um síðustu helgi sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppninni síðan 1995. Allen hefur bætt sendingarnar mikið frá því í fyrra og er orðin einn sá besti í deildinni. Útsending frá leik Green Bay Packers og Los Angeles Rams hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 01.00 hefst síðan útsending frá leik Buffalo Bills og Baltimore Ravens á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um síðustu helgi en nú er komið af helginni sem er oft kölluð sú besta í boltanum. Þá fara fram undanúrslitin í bæði Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni. Fyrri leikur dagsins er leikur Green Bay Packers og Los Angeles Rams en Packers liðið var með besta árangurinn í Þjóðardeildinni og sat hjá um síðustu helgi. Á sama tíma vann Rams-liðið glæsilegan sigur í Seatttle en liðsmenn Los Angeles Rams hafa verið frekar óútreiknanlegir síðustu vikur. Seinni leikur kvöldsins er uppgjör á milli tveggja af framtíðarstjörnum deildarinnar en stuðningsmenn bæði Baltimore Ravens og Buffalo Bills hafa líka beðið lengi eftir því að lið þeirra gera einhverja hluti í úrslitakeppninni. Aaron Rodgers targeting end zone in last 2 seasons 40 TDs 0 INTs pic.twitter.com/ev7mqIDIB9— PFF Fantasy Football (@PFF_Fantasy) January 15, 2021 Green Bay Packers vann sex síðustu leiki sína fyrir úrslitakeppni og þrettán af sextán leikjum deildarkeppninnar. Leikstjórnandinn Aaron Rodgers og útherjinn Davante Adams hafa spilað frábærlega í allan vetur og Rodgers er mjög líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. It's a scary sight when @AaronDonald97 is fired up! : #LARvsGB -- Saturday 4:35pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/NRwtNnbZFE— NFL (@NFL) January 14, 2021 Það hefur verið mun meira vesen á liði Los Angeles Rams og þá ekki síst leikstjórnendastöðunni. Rams-vörnin er aftur á móti ein sú allra besta í deildinni og á henni fór liðið í gegnum Seattle Seahawks um síðustu helgi og þessi vörn gæti skapað vandræði fyrir sókn Packers mann í kvöld. Baltimore Ravens og Buffalo Bills fögnuðu bæði sannfærandi sigrum um síðustu helgu. Baltimore Ravens hefur verið með frábært lið síðustu ár en tókst loksins að vinna leik í úrslitakeppni og sigur Buffalo Bills var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 25 ár. The Road Less TraveledVolume 2, Chapter 2 pic.twitter.com/jn7zUA3bTW— Baltimore Ravens (@Ravens) January 15, 2021 Leikstjórnendur Baltimore Ravens og Buffalo Bills eiga það sameiginlegt að vera ungir leikmenn sem hafa þegar komið sér í hóp þeirra bestu í deildinni. Þeir eru líka mjög duglegir við að hlaupa sjálfir með boltann upp völlinn; stórir, hraustir og hugrakkir strákar. Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í fyrra en þá klúðraði Ravens liðið fyrsta leik í úrslitakeppninni. Nú eru menn staðráðnir að bæta fyrir það þrátt fyrir ekki alveg eins glæsilega deildarkeppni. Liðið kom samt inn í úrslitakeppninni á góðri siglingu. An AFC showdown between @Lj_era8 and @JoshAllenQB! : #BALvsBUF -- Saturday 8:15pm ET on NBC : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/uGIfLvtyqN— NFL (@NFL) January 14, 2021 Josh Allen hjá Buffalo Bills hefur aftur á móti átt frábært tímabil og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Bills liðið vann 27-24 sigur á Indianapolis Colts um síðustu helgi sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppninni síðan 1995. Allen hefur bætt sendingarnar mikið frá því í fyrra og er orðin einn sá besti í deildinni. Útsending frá leik Green Bay Packers og Los Angeles Rams hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 01.00 hefst síðan útsending frá leik Buffalo Bills og Baltimore Ravens á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira