„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:11 Sýnin verða í hádeginu send suður til forgangsgreiningar. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í kvöld. Vísir/Stöð 2 Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan. Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39