„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:11 Sýnin verða í hádeginu send suður til forgangsgreiningar. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í kvöld. Vísir/Stöð 2 Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan. Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39