Að lifa með geðsjúkdóma Eymundur L. Eymundsson skrifar 13. janúar 2021 14:01 Hæ, ég heiti Eymundur Eymundsson og er fæddur 1967. Ég er Akureyringur og glími við geðsjúkdóma en ég er ekki geðsjúkdómarnir frekar að sú manneskja sem glímir við gigtarsjúkdóm er ekki gigtarsjúkdómurinn. Ég er bara ágætur drengur með mínar tilfinningar einsog hver annar sem vil láta gott af mér leiða eins og margir aðrir. Ég hef búið á Akureyri mestalla mína ævi utan við þrjú ár í Reykjavík. Vonina fékk ég í fyrsta skipti þegar ég var á verkjasviði á Kristnesi 2005 eftir að hafa fengið fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef nýtt mér hjálpina með heimilislækni, SÁÁ, Starfsendurhæfingu Norðurlands, geðdeild SAk, þrisvar á geðsviði Reykjalundar eða samtals fjóra mánuði og fór þar í gegnum hugræna atferlismeðferð og núvitund. Ég glími við slitgigt, síþreytu og króníska verki eftir þrjár mjaðmaliðaskiptingar á 19 árum. Ég fæ góða hjálp og fer reglulega á Heilsustofnun í Hveragerði til að halda mér gangandi. Frá 2009 til 2012 átti ég heima í Reykjavík og var í félagasamtökum sem heita Hugarafl. Í desember 2012 fór ég í viðtal á RÚV sjónvarpi þar sem ég var að afhenda þingmönnum bókina Geðveikar batasögur 2 sem Hugarafl gaf út en ég er með eina sögu þar. Við vorum þrjú sem fórum úr Hugarafli niður á alþingi og RÚV sjónvarp var á staðnum og vildi viðtal en ég var að flytja þremur dögum seinna til Akureyrar. Ég hafði aldrei áður farið í viðtal um mitt líf og mína geðsjúkdóma. Þið getið rétt ýmyndað ykkur hvað þetta var mikil áskorun að fara í viðtal sem sýnt var í sjö fréttum á rúv og vera svo að flytja þrem dögum seinna í heimabæinn. Í samfélagi eins og Akureyri stjórnumst við oft af samfélaginu og að það sé ekki kúl að tala um andleg veikindi. Ég var hinsvegar feginn eftirá að hafa farið í viðtalið til að segja frá mínum geðsjúkdómum þótt það hafi verið mjög erfitt. En einhvern veginn þarf að þora að tala um það sem hefur verið þagað um vegna fáfræði og þetta gerist ekki að sjálfu sér. Fáfræði skapar fordóma Ég tók svo þátt í að stofna Grófina með fagfólki og notendum þegar ég kom norður. Ég hafði góða reynslu af því að vinna með bata og valdeflingarmódel á jafningagrunni frá Hugarafli. Í Hugarafli vinna notendur og fagfólk saman og hafði ég séð marga náð góðum árangri og þar á meðal mig. Í Hugarafli voru fyrirmyndir og það var óþarfi að finna upp hjólið og fyrst að þetta var hægt í Reykjavík afhverju ekki á Akureyri? Að notendur geti unnið með fagfólki á jafningargrunni var alveg nýtt hér á Akureyri og bærinn ekki alveg að kaupa þetta til að byrja með. Fólk sem hefur persónulega reynslu af geðsjúkdómum og hafa náð góðum bata geta miðlað af sinni reynslu hvað hjálpaði og hvaða hjálp þau hafa fengið en líka hvað hjálpaði ekki Maður spyr sig afhverju er maður með fordóma og dæmir það sem maður þekkir ekki? Jú maður hefur alist upp í samfélagi og umhverfi þar sem þekking á svo mörgu var ekki til. Fáfræði skapa fordóma en ég var með fordóma og taldi að geðveikt fólk væri eins og sýnt er í bíómyndum og í fréttatengdu efni. Ég hef trú á að ansi margir þarna úti séu frekar hræddir við að taka skrefið til að vinna með sína geðsjúkdóma. En því fylgir mikið frelsi gagnvart umhverfinu og sjálfum sér að maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að glíma við sjúkdóm. Ég hef séð fólk ná góðum árangri þegar það hefur gefið sér tíma til að vinna í sjálfu sér og það er ekki að ósekju þegar sagt er að góðir hlutir gerast hægt. Ég hef lært að geðsjúkdómar eru ekki eins og er sýnt er í bíómyndum og ég er ekki síðri en hver önnur manneskja. Ég hef lært að við sem glímum við geðsjúkdóma erum allstaðar í samfélaginu en sumir hafa meiri tök á að kaupa sér þjónustu. Ég hef lært þegar fagfólk er opið fyrir að vinna með fólki sem hefur persónlega reynslu mydast traust á jafningjargrunni. Í fimm ár hef ég farið með öðru góðu fólki úr Grófinni með geðfræðslu í grunn- og framhaldsskóla í samvinnu við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar. Auk þess hefur geðfræðsluteymið farið í nærsveitir og víða um land og er eftirspurn mikil. Geðfræðslan hefur heppnast vel og eru ungmenni sem og starfsfólk mjög þakklát að fá fólk sem talar frá hjartanu um sína persónulegu reynslu og bjargráð. Mikið hefði verið gott ef einhver hefði komið þegar ég var í 9. bekk og hefði sagt sína sögu og lýst einkennum og bjargráðum. Myndi það hafa útskýrt mína vanlíðan sem hægt hefði verið að vinna með. En það á við svo margt í dag sem við vissum ekki áður fyrr og má þar t.d. geðsjúkdóma, ADHD, lesblinda og skrifblinda og ofl. Að geta hitt manneskju með reynslu af þunglyndi og félagsfælni hefði gefið mér tækifæri til að takast á við sjálfan mig með faglegri aðstoð. Samvinna með fagfólki og fólki með persónulega reynslu getur gert enn meira fyrir unga fólkið og minnkað þær afleiðingar sem geta orðið ef ekkert er að gert í æsku. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag að þurfa ekki að kvíða hverjum degi nema að hafa fengið frábæra hjálp frá fagfólki og notendum heilbrigðiskerfisins. Fyrst er að vita hvað maður glímir við og svo er að vera opinn fyrir hjálpinni og að góðir hluti gerast hægt. Ég er stoltur að fá að vera þátttakandi í samfélagi þar sem þekking á geðsjúkdómum hefur aukist og mörg úrræði eru í boði og umfjöllun meiri. Ég veit að það er margt óunnið en það er gott að halda því á lofti sem vel er gert fyrir fólkið í samfélaginu. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarformaður Grófarinnar geðrækt á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Eymundur Eymundsson og er fæddur 1967. Ég er Akureyringur og glími við geðsjúkdóma en ég er ekki geðsjúkdómarnir frekar að sú manneskja sem glímir við gigtarsjúkdóm er ekki gigtarsjúkdómurinn. Ég er bara ágætur drengur með mínar tilfinningar einsog hver annar sem vil láta gott af mér leiða eins og margir aðrir. Ég hef búið á Akureyri mestalla mína ævi utan við þrjú ár í Reykjavík. Vonina fékk ég í fyrsta skipti þegar ég var á verkjasviði á Kristnesi 2005 eftir að hafa fengið fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef nýtt mér hjálpina með heimilislækni, SÁÁ, Starfsendurhæfingu Norðurlands, geðdeild SAk, þrisvar á geðsviði Reykjalundar eða samtals fjóra mánuði og fór þar í gegnum hugræna atferlismeðferð og núvitund. Ég glími við slitgigt, síþreytu og króníska verki eftir þrjár mjaðmaliðaskiptingar á 19 árum. Ég fæ góða hjálp og fer reglulega á Heilsustofnun í Hveragerði til að halda mér gangandi. Frá 2009 til 2012 átti ég heima í Reykjavík og var í félagasamtökum sem heita Hugarafl. Í desember 2012 fór ég í viðtal á RÚV sjónvarpi þar sem ég var að afhenda þingmönnum bókina Geðveikar batasögur 2 sem Hugarafl gaf út en ég er með eina sögu þar. Við vorum þrjú sem fórum úr Hugarafli niður á alþingi og RÚV sjónvarp var á staðnum og vildi viðtal en ég var að flytja þremur dögum seinna til Akureyrar. Ég hafði aldrei áður farið í viðtal um mitt líf og mína geðsjúkdóma. Þið getið rétt ýmyndað ykkur hvað þetta var mikil áskorun að fara í viðtal sem sýnt var í sjö fréttum á rúv og vera svo að flytja þrem dögum seinna í heimabæinn. Í samfélagi eins og Akureyri stjórnumst við oft af samfélaginu og að það sé ekki kúl að tala um andleg veikindi. Ég var hinsvegar feginn eftirá að hafa farið í viðtalið til að segja frá mínum geðsjúkdómum þótt það hafi verið mjög erfitt. En einhvern veginn þarf að þora að tala um það sem hefur verið þagað um vegna fáfræði og þetta gerist ekki að sjálfu sér. Fáfræði skapar fordóma Ég tók svo þátt í að stofna Grófina með fagfólki og notendum þegar ég kom norður. Ég hafði góða reynslu af því að vinna með bata og valdeflingarmódel á jafningagrunni frá Hugarafli. Í Hugarafli vinna notendur og fagfólk saman og hafði ég séð marga náð góðum árangri og þar á meðal mig. Í Hugarafli voru fyrirmyndir og það var óþarfi að finna upp hjólið og fyrst að þetta var hægt í Reykjavík afhverju ekki á Akureyri? Að notendur geti unnið með fagfólki á jafningargrunni var alveg nýtt hér á Akureyri og bærinn ekki alveg að kaupa þetta til að byrja með. Fólk sem hefur persónulega reynslu af geðsjúkdómum og hafa náð góðum bata geta miðlað af sinni reynslu hvað hjálpaði og hvaða hjálp þau hafa fengið en líka hvað hjálpaði ekki Maður spyr sig afhverju er maður með fordóma og dæmir það sem maður þekkir ekki? Jú maður hefur alist upp í samfélagi og umhverfi þar sem þekking á svo mörgu var ekki til. Fáfræði skapa fordóma en ég var með fordóma og taldi að geðveikt fólk væri eins og sýnt er í bíómyndum og í fréttatengdu efni. Ég hef trú á að ansi margir þarna úti séu frekar hræddir við að taka skrefið til að vinna með sína geðsjúkdóma. En því fylgir mikið frelsi gagnvart umhverfinu og sjálfum sér að maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að glíma við sjúkdóm. Ég hef séð fólk ná góðum árangri þegar það hefur gefið sér tíma til að vinna í sjálfu sér og það er ekki að ósekju þegar sagt er að góðir hlutir gerast hægt. Ég hef lært að geðsjúkdómar eru ekki eins og er sýnt er í bíómyndum og ég er ekki síðri en hver önnur manneskja. Ég hef lært að við sem glímum við geðsjúkdóma erum allstaðar í samfélaginu en sumir hafa meiri tök á að kaupa sér þjónustu. Ég hef lært þegar fagfólk er opið fyrir að vinna með fólki sem hefur persónlega reynslu mydast traust á jafningjargrunni. Í fimm ár hef ég farið með öðru góðu fólki úr Grófinni með geðfræðslu í grunn- og framhaldsskóla í samvinnu við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar. Auk þess hefur geðfræðsluteymið farið í nærsveitir og víða um land og er eftirspurn mikil. Geðfræðslan hefur heppnast vel og eru ungmenni sem og starfsfólk mjög þakklát að fá fólk sem talar frá hjartanu um sína persónulegu reynslu og bjargráð. Mikið hefði verið gott ef einhver hefði komið þegar ég var í 9. bekk og hefði sagt sína sögu og lýst einkennum og bjargráðum. Myndi það hafa útskýrt mína vanlíðan sem hægt hefði verið að vinna með. En það á við svo margt í dag sem við vissum ekki áður fyrr og má þar t.d. geðsjúkdóma, ADHD, lesblinda og skrifblinda og ofl. Að geta hitt manneskju með reynslu af þunglyndi og félagsfælni hefði gefið mér tækifæri til að takast á við sjálfan mig með faglegri aðstoð. Samvinna með fagfólki og fólki með persónulega reynslu getur gert enn meira fyrir unga fólkið og minnkað þær afleiðingar sem geta orðið ef ekkert er að gert í æsku. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag að þurfa ekki að kvíða hverjum degi nema að hafa fengið frábæra hjálp frá fagfólki og notendum heilbrigðiskerfisins. Fyrst er að vita hvað maður glímir við og svo er að vera opinn fyrir hjálpinni og að góðir hluti gerast hægt. Ég er stoltur að fá að vera þátttakandi í samfélagi þar sem þekking á geðsjúkdómum hefur aukist og mörg úrræði eru í boði og umfjöllun meiri. Ég veit að það er margt óunnið en það er gott að halda því á lofti sem vel er gert fyrir fólkið í samfélaginu. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarformaður Grófarinnar geðrækt á Akureyri.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun