Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 20:56 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26