„Hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2021 10:30 Árið 2021 mun fara af stað með hvelli hjá fjölmiðlamanninum Auðunni Blöndal en hann fór af stað með þættina Tónlistamennirnir okkar á Stöð 2 í gær, verður tveggja barna faðir síðar á árinu og önnur þáttaröðin af Eurogarðinum fer í loftið. Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Tónlistarmennirnir okkar eru þættir í anda Atvinnumönnunum okkar sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Sindri Sindrason hitti Auðunn og fór yfir feril hans í fjölmiðlum og þennan nýja þátt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn fer einnig með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilöggan sem verður frumsýnd á þessu ári og er tökum lokið. „Þetta fjallar um Bússa sem er ég og er lögga og ég er í smá baráttu við sjálfan mig. Þar er ég með mína kvilla og galla. Þetta er hasarmynd en grínið er að við erum að gera Hollywood hasarmynd á Íslandi,“ segir Auðunn Blöndal. „Þetta er svona Die Hard, Tango & Cash og allar þessar myndir settar í íslenskan búning.“ Auðunn og Egill Einarsson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. Auðunn Blöndal leikur karakter sem er samkynhneigður en er inni í skápnum. „Hann vill ekki koma úr skápnum því hann er harðasta löggan í bænum.“ „Mér hefur alltaf fundist gaman að gera þættina Atvinnumennirnir okkar og svo kom góð hugmynd upp á fundi hjá mér og Allan þar sem okkur langaði að víkka þetta aðeins og prófa að taka tónlistarfólk og vera bara á Íslandi en hinir þættirnir gerast allir erlendis.“ Hann segir að það sé til mjög mikið af stórkostlegur tónlistarfólki á Íslandi og því verða vonandi fleiri þáttaraðir. Eins og áður segir á Auðunn von á öðru barni í maí á þessu ári. „Ég er orðinn frekar stressaður það eru allir að spyrja mig hvað það sé mikið á milli þeirra, ég svari eitt og hálft ár og þá kemur úff þetta verður erfitt. Ég er orðinn pínu stressaður en þetta verður gaman. En það er enginn jafn ánægður með þetta og Sveppi, hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu,“ segir Auðunn um vin sinn Sverri Þór Sverrisson. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira