Brady á móti Brees í sögulegum leik um næstu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 11:01 Drew Brees (9) hjá New Orleans Saints og Tom Brady (12) hjá Tampa Bay Buccaneers eru að fara að mætast í þriðja sinn á tímabilinu. Getty/Cliff Welch Það eru aðeins átta lið eftir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir að sex féllu úr leik í fyrstu umferðinni um helgina. Tvær lifandi goðsagnir á fimmtugsaldri hafa ekki sagt sitt síðasta í NFL-deildinni og úrslitin í gær þýða að við fáum innbyrðis leik milli þeirra Drew Brees og Tom Brady um næstu helgi. Lið þeirra Tampa Bay Buccaneers og New Orleans Saints unnu nefnilega bæði sannfærandi sigra og úrslit í öðrum leikjum þýddu að leiðir þeirra liggja saman í New Orleans næstkomandi sunnudag. in the divisional round #TBvsNO | #ForNOLA pic.twitter.com/XyoVccDP0c— New Orleans Saints (@Saints) January 11, 2021 Cleveland Browns, Buffalo Bills og Baltimore Ravens unnu líka öll langþráða sigra um helgina en öll liðin voru búin að bíða lengi eftir sigri í úrslitakeppninni. Baltimore Ravens reyndar styttra en hin en hafði klúðrað leikjum sínum í úrslitakeppni undanfarin ár þrátt fyrir að vera með frábært lið. NFL-tímabilið er aftur á móti búið hjá Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans, Indianapolis Colts, Seattle Seahawks, Washington Football Team og Chicago Bears. FINAL: The @Saints earn a #SuperWildCard win! #ForNOLA #NFLPlayoffs pic.twitter.com/WHSSaLbq5k— NFL (@NFL) January 11, 2021 New Orleans Saints vann öruggan 21-9 sigur á Chicago Bears á heimavelli sínum og fær því annan heimaleik á móti Tampa Bay Buccaneers. Buccaneers vann Washington á útivelli aðfaranótt sunnudagsins. Drew Brees og Tom Brady verða þar elstu leikstjórnendurnir til að mætast í úrslitakeppni. Brees heldur upp á 42 ára afmælið sitt næstkomandi föstudag og Brady er 43 ára síðan í haust. Þeir eru báðir á leiðinni í Frægðarhöllina enda þeir tveir leikstjórnendur sem hafa gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Drew Brees hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum á móti Brady þar á meðal Súper Bowl leikinn fyrir ellefu árum sem er eini titill Brees á ferlinum. Tom Brady hefur aftur á móti unnið sex en alla með liði New England Patriots. Cleveland s fourth interception of the night! @STakitaki #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/UBNSAVGqZh— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns liðið var án þjálfara síns í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni í nítján ár en tók sig til og sló Pittsburgh Steelers úr leik. Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers unnu ellefu fyrstu leiki tímabilsins og voru síðasta liðið til að tapa á leiktíðinni. Tapið í gær voru hins vegar enn ein vonbrigðin á síðustu vikum enda liðið að tapa í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Cleveland takes a 28-0 lead. It s still the first quarter. @Kareemhunt7 #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/Fd1FKAlacm— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns hafði ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2002 og þjálfari liðsins, Kevin Stefanski, var heima hjá sér með kórónuveiruna. Browns lagði grunninn að sigrinum með því að komast í 28-0 og vann á endanum 48-37. Þetta var fyrsti sigur Cleveland Browns í úrslitakeppninni síðan árið 1994. Baltimore Ravens vann 20-13 sigur á Tennessee Titans í fyrsta leik gærdagsins eftir að hafa lent 10-0 undir í upphafi leiks. Ravnes liðið hefndi þar með fyrir tapið á móti Titans í úrslitakeppninni fyrir ári síðan og Lamar Jackson vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. LAMAR JACKSON. 49 YARDS. TOUCHDOWN. #RavensFlock @lj_era8 : #BALvsTEN on ESPN/ABC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/ENQWXuJbe8 pic.twitter.com/yZNUr2CWFK— NFL (@NFL) January 10, 2021 Lamar Jackson skoraði eitt snertimark í leiknum eftir 48 jarda hlaup en það var mikil pressa á honum að vinna loksins leik í úrslitakeppni. Það tókst og næst á dagskrá er svakaleikur á móti sjóðheitu liði Buffalo Bills. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir bíða okkar á sportstöðvunum um næstu helgi þegar undanúrslit deildanna fara fram. Undanúrslit Ameríku- og Þjóðardeildanna í úrslitakeppni NFL 2021: Laugardagur 16. janúar Klukkan 21.35: Green Bay Packers - Los Angeles Rams Klukkan 01.15: Buffalo Bills - Baltimore Ravens Sunnudagur 17. janúar Klukkan 20.05: Kansas City Chiefs - Cleveland Browns Klukkan 23.40: New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers The Divisional Round is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/8eIAzmSRHO— NFL (@NFL) January 11, 2021 NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
Tvær lifandi goðsagnir á fimmtugsaldri hafa ekki sagt sitt síðasta í NFL-deildinni og úrslitin í gær þýða að við fáum innbyrðis leik milli þeirra Drew Brees og Tom Brady um næstu helgi. Lið þeirra Tampa Bay Buccaneers og New Orleans Saints unnu nefnilega bæði sannfærandi sigra og úrslit í öðrum leikjum þýddu að leiðir þeirra liggja saman í New Orleans næstkomandi sunnudag. in the divisional round #TBvsNO | #ForNOLA pic.twitter.com/XyoVccDP0c— New Orleans Saints (@Saints) January 11, 2021 Cleveland Browns, Buffalo Bills og Baltimore Ravens unnu líka öll langþráða sigra um helgina en öll liðin voru búin að bíða lengi eftir sigri í úrslitakeppninni. Baltimore Ravens reyndar styttra en hin en hafði klúðrað leikjum sínum í úrslitakeppni undanfarin ár þrátt fyrir að vera með frábært lið. NFL-tímabilið er aftur á móti búið hjá Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans, Indianapolis Colts, Seattle Seahawks, Washington Football Team og Chicago Bears. FINAL: The @Saints earn a #SuperWildCard win! #ForNOLA #NFLPlayoffs pic.twitter.com/WHSSaLbq5k— NFL (@NFL) January 11, 2021 New Orleans Saints vann öruggan 21-9 sigur á Chicago Bears á heimavelli sínum og fær því annan heimaleik á móti Tampa Bay Buccaneers. Buccaneers vann Washington á útivelli aðfaranótt sunnudagsins. Drew Brees og Tom Brady verða þar elstu leikstjórnendurnir til að mætast í úrslitakeppni. Brees heldur upp á 42 ára afmælið sitt næstkomandi föstudag og Brady er 43 ára síðan í haust. Þeir eru báðir á leiðinni í Frægðarhöllina enda þeir tveir leikstjórnendur sem hafa gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Drew Brees hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum á móti Brady þar á meðal Súper Bowl leikinn fyrir ellefu árum sem er eini titill Brees á ferlinum. Tom Brady hefur aftur á móti unnið sex en alla með liði New England Patriots. Cleveland s fourth interception of the night! @STakitaki #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/UBNSAVGqZh— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns liðið var án þjálfara síns í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni í nítján ár en tók sig til og sló Pittsburgh Steelers úr leik. Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers unnu ellefu fyrstu leiki tímabilsins og voru síðasta liðið til að tapa á leiktíðinni. Tapið í gær voru hins vegar enn ein vonbrigðin á síðustu vikum enda liðið að tapa í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Cleveland takes a 28-0 lead. It s still the first quarter. @Kareemhunt7 #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/Fd1FKAlacm— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns hafði ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2002 og þjálfari liðsins, Kevin Stefanski, var heima hjá sér með kórónuveiruna. Browns lagði grunninn að sigrinum með því að komast í 28-0 og vann á endanum 48-37. Þetta var fyrsti sigur Cleveland Browns í úrslitakeppninni síðan árið 1994. Baltimore Ravens vann 20-13 sigur á Tennessee Titans í fyrsta leik gærdagsins eftir að hafa lent 10-0 undir í upphafi leiks. Ravnes liðið hefndi þar með fyrir tapið á móti Titans í úrslitakeppninni fyrir ári síðan og Lamar Jackson vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. LAMAR JACKSON. 49 YARDS. TOUCHDOWN. #RavensFlock @lj_era8 : #BALvsTEN on ESPN/ABC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/ENQWXuJbe8 pic.twitter.com/yZNUr2CWFK— NFL (@NFL) January 10, 2021 Lamar Jackson skoraði eitt snertimark í leiknum eftir 48 jarda hlaup en það var mikil pressa á honum að vinna loksins leik í úrslitakeppni. Það tókst og næst á dagskrá er svakaleikur á móti sjóðheitu liði Buffalo Bills. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir bíða okkar á sportstöðvunum um næstu helgi þegar undanúrslit deildanna fara fram. Undanúrslit Ameríku- og Þjóðardeildanna í úrslitakeppni NFL 2021: Laugardagur 16. janúar Klukkan 21.35: Green Bay Packers - Los Angeles Rams Klukkan 01.15: Buffalo Bills - Baltimore Ravens Sunnudagur 17. janúar Klukkan 20.05: Kansas City Chiefs - Cleveland Browns Klukkan 23.40: New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers The Divisional Round is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/8eIAzmSRHO— NFL (@NFL) January 11, 2021
Undanúrslit Ameríku- og Þjóðardeildanna í úrslitakeppni NFL 2021: Laugardagur 16. janúar Klukkan 21.35: Green Bay Packers - Los Angeles Rams Klukkan 01.15: Buffalo Bills - Baltimore Ravens Sunnudagur 17. janúar Klukkan 20.05: Kansas City Chiefs - Cleveland Browns Klukkan 23.40: New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira