Elvar tók auk þess þrjú fráköst og var með flesta framlagspunkta í sínu liði. Andy Van Vliet var stigahæstur með 23 stig.
Þetta var mikilvægur sigur fyrir Elvar Má og félaga en liðið er í neðsta sæti deildarinnar og hefur einungis unnið þrjá leiki af tólf. Neptunas er tveimur sætum fyrir ofan með fjóra sigra í fjórtán leikjum.