Beiðni um aðstoð barst frá tveimur göngukonum en ekki hafa fengist upplýsingar um alvarleika slyssins. Viðbúnaður er hins vegar mikill; björgunarsveitir, slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk gæslunnar.
Björgunaraðilar eru ekki komnir að konunum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.