Kominn tími á það að Baltimore Ravens standist stóra prófið í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2021 12:30 Lamar Jackson og félagar í liði Baltimore Ravens lentu í vandræðum um mitt tímabil en koma inn í úrslitakeppnina á miklu skriði. Getty/Patrick Smith Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í gær með þremur leikjum og það verða þrír spennandi leikir til viðbótar í dag. Augu margra verða á liðinu sem hefur spilað vel í deildarkeppninni en illa í úrslitakeppninni undanfarin ár. Baltimore Ravens liðið þarf af svara fyrir skell í úrslitakeppninni í fyrra og fær einmitt að byrja úrslitakeppnina í ár á móti sama liði. Hér erum við að tala um fyrsta leik dagsins á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en seinna í dag mætast fyrst New Orleans Saints og Chicago Bears en svo endar helgin á leik Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Derrick Henry rushed for 446 yards in last year s playoffs, propelling the Titans to upsets over the Ravens and Patriots. A similar performance this year could vault the Titans into the Super Bowl and Henry onto a short list of all-time legends. https://t.co/p172V3nW7f— NYT Sports (@NYTSports) January 6, 2021 Baltimore Ravens hefur verið með eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar undanfarin tvö ár og höfðu unnið sinn riðil bæði 2018 og 2019. Liðið hefur aftur á móti ekki unnið leik í úrslitakeppninni í sex ár. Liðið og leikstjórnandinn Lamar Jackson áttu magnað tímabil í fyrra þegar liðið vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum og Jackson var kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Stórtapið óvænta á móti Tennessee Titans, 28-12, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni var því mikið áfall og um leið áfellisdómur yfir liði sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan í janúar 2015. watch on YouTube Lykilatriðið hjá Baltimore Ravens verður að stöðva hlauparann Derrick Henry í liði Tennessee Titans. Derrick Henry endaði deildarkeppnina á því að komast í tvö þúsund jarda hópinn en í úrslitakeppninni í fyrra þá hljóp hann hreinlega yfir Ravens liðið í fyrrnefndum stórsigri. Derrick Henry er þegar búinn að minna Ravens-liðið á sig því hann skoraði sigursnertimarkið í framlengdum leik liðanna fyrr á tímabilinu. Baltimore Ravens lenti í smá vandræðum um mitt tímabil ekki síst í kringum hópsmit hjá liðinu. Leikmenn hafa nú komist yfir kórónuveiruna að mestu og mæta inn í úrslitakeppnina á fimm leikja sigurgöngu. Fyrsti leikur dagsins er á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Liðin unnu bæði ellefu leiki í deildarkeppninni en Tennessee Titans fær heimavöllinn af því að liðið vann sinn riðil eftir harða keppni við Indianapolis Colts. Annar leikur dagsins er á milli New Orleans Saints og Chicago Bears en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er nýkominn til baka eftir meiðsli og þá er stórstjarnan Alvin Kamara að glíma við kórónuveiruna. Kamara mun reyna að spila en hefur ekkert verið nálægt liðinu í tíu daga. Flestir búast þó við sigri Saints enda hefur Chicago Bears liðið meðal annars tapað sex leikjum í röð á leiktíðinni og þá tapaði Chicago 16-35 í lokaumferðinni. Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport. Þetta verður þriðji leikur liðanna á leiktíðinni. Steelers vann öruggan heimasigur í október, 38-7, en Cleveland Browns tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 24-22 sigri í leik liðanna um síðustu helgi. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Augu margra verða á liðinu sem hefur spilað vel í deildarkeppninni en illa í úrslitakeppninni undanfarin ár. Baltimore Ravens liðið þarf af svara fyrir skell í úrslitakeppninni í fyrra og fær einmitt að byrja úrslitakeppnina í ár á móti sama liði. Hér erum við að tala um fyrsta leik dagsins á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en seinna í dag mætast fyrst New Orleans Saints og Chicago Bears en svo endar helgin á leik Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Derrick Henry rushed for 446 yards in last year s playoffs, propelling the Titans to upsets over the Ravens and Patriots. A similar performance this year could vault the Titans into the Super Bowl and Henry onto a short list of all-time legends. https://t.co/p172V3nW7f— NYT Sports (@NYTSports) January 6, 2021 Baltimore Ravens hefur verið með eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar undanfarin tvö ár og höfðu unnið sinn riðil bæði 2018 og 2019. Liðið hefur aftur á móti ekki unnið leik í úrslitakeppninni í sex ár. Liðið og leikstjórnandinn Lamar Jackson áttu magnað tímabil í fyrra þegar liðið vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum og Jackson var kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Stórtapið óvænta á móti Tennessee Titans, 28-12, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni var því mikið áfall og um leið áfellisdómur yfir liði sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan í janúar 2015. watch on YouTube Lykilatriðið hjá Baltimore Ravens verður að stöðva hlauparann Derrick Henry í liði Tennessee Titans. Derrick Henry endaði deildarkeppnina á því að komast í tvö þúsund jarda hópinn en í úrslitakeppninni í fyrra þá hljóp hann hreinlega yfir Ravens liðið í fyrrnefndum stórsigri. Derrick Henry er þegar búinn að minna Ravens-liðið á sig því hann skoraði sigursnertimarkið í framlengdum leik liðanna fyrr á tímabilinu. Baltimore Ravens lenti í smá vandræðum um mitt tímabil ekki síst í kringum hópsmit hjá liðinu. Leikmenn hafa nú komist yfir kórónuveiruna að mestu og mæta inn í úrslitakeppnina á fimm leikja sigurgöngu. Fyrsti leikur dagsins er á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Liðin unnu bæði ellefu leiki í deildarkeppninni en Tennessee Titans fær heimavöllinn af því að liðið vann sinn riðil eftir harða keppni við Indianapolis Colts. Annar leikur dagsins er á milli New Orleans Saints og Chicago Bears en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er nýkominn til baka eftir meiðsli og þá er stórstjarnan Alvin Kamara að glíma við kórónuveiruna. Kamara mun reyna að spila en hefur ekkert verið nálægt liðinu í tíu daga. Flestir búast þó við sigri Saints enda hefur Chicago Bears liðið meðal annars tapað sex leikjum í röð á leiktíðinni og þá tapaði Chicago 16-35 í lokaumferðinni. Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport. Þetta verður þriðji leikur liðanna á leiktíðinni. Steelers vann öruggan heimasigur í október, 38-7, en Cleveland Browns tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 24-22 sigri í leik liðanna um síðustu helgi. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti