Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 10:26 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag. Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Norður-Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki heims og sú einangrun hefur aukist mjög á undanförnum árum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, sem vitnar í ríkismiðla nágranna sinna í norðri, ræddi Kim einnig um skýrslu sem gerð var um samband ríkjanna á Kóreuskaganum en ekki liggur fyrir hvort ummæli hans tengist því að bæta samskipti Norður- og Suður-Kóreu sérstaklega. Samband ríkjanna tveggja hefur versnað á undanförnum misserum eða síðan Kim og Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, héldu síðasta fund þeirra árið 2019 og komust ekki að samkomulagi. Í fyrra sprengdu Norður-Kóreumenn svo samvinnustofnun ríkjanna á landamærum þeirra í loft upp vegna áróðursbæklinga sem höfðu verið sendir til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa boðið nágrönnum sínum á fundi síðan þá en þeim boðum hefur ekki verið svarað. Sjá einnig: Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Sérfræðingar sem Yonhap ræddi við segjast telja ummæli Kim til marks um að hann ætli sér að reyna að hefja viðræður við ríkisstjórn Joe Biden um að viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu verði felldar niður. Talið er að Kim eigi afmæli í dag og að hann sé 37 ára. Hann tók við völdum þegar faðir hans Kim Jong Il dó árið 2011. Hann varð fyrsti leiðtogi landsins til að funda með forseta Bandaríkjanna og hefur sömuleiðis rætt við leiðtoga Kína, Rússlands, Suður-Kóreu og annarra ríkja. Eftir að viðræður hans og Trumps skiluðu engum árangri hefur Kim reynt að bæta efnahagslegt ástand landsins og viðurkenndi hann fyrr í vikunni að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Ríkisstjórn Kim hefur gengið hart fram gegn því sem kallað hefur verið utanaðkomandi andsósíalista aðgerðir og kallaði Kim í gær eftir því að slíkum aðgerðum yrði eytt innan landamæra ríkis síns. AP fréttaveitan hefur eftir greinendum að efnahagsleg vandræði Norður-Kóreu hafi valdið ákveðnum vandræðum sem verið sé að reyna að kveða niður. Kapítalismi hafi mögulega hreiðrað um sig á svörtum mörkuðum landsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira