Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur engan áhuga á að skipta um þjálfara rétt fyrir ÓL í Tókýó. Getty/ Mateusz Slodkowski Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni. Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti