„Hann var algjört skrímsli í dag“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2021 13:26 Það tók langan tíma að fá forsetann til að stíga fram og hvetja til friðar. epa/Shawn Thew Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. Trump var æstur og reiður, samkvæmt umfjöllun Washington Post, talaði ítrekað um svik og átti mörg orð um meintan heigulshátt varaforsetans Mike Pence, sem Trump hafði ítrekað hvatt til að taka lögin í eigin hendur og koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Pence hafði áður greint Trump frá því að hann hefði ekki vald til að verða við óskum forsetans og einn heimildarmanna Washington Post sagði Trump hafa verið svo reiðan út í varaforsetann að hann vildi banna starfsmannastjóra hans, Marc Short, að snúa aftur í Hvíta húsið eftir þingfundinn. „Það sem hann var æstastur yfir og komst ekki yfir allan daginn voru svik Pence. Allan daginn var þemað: Ég kom honum til valda, ég bjargaði honum frá pólitískum dauða og hann stakk mig í bakið,“ segir heimildamaðurinn. Neitaði framan af að láta til sín taka Annar háttsettur embættismaður sagðist halda að atburðir dagsins hefðu aukið vinsældir Pence, á kostnað Trump. „Annar maðurinn hegðaði sér eins og smábarn og hinn eins og næstæðsti embættismaður þjóðarinnar,“ sagði hann. Ýmsir starfsmenn Hvíta hússins reyndu ítrekað að fá forsetann til að bregðast við og lægja öldurnar þegar hiti færðist í leikinn í þinghúsinu en hann var seinn að bregðast við. Meðal þeirra spurninga sem sitja eftir eru hver á sök á því hvernig fór og af hverju það reyndist múgnum jafn auðvelt og raun bar vitni að komast inn í þinghúsið.epa/Jim Lo Scalzo „Hann var algjört skrímsli í dag,“ sagði einn heimildarmaður. Fólk hefði verið í sjokki yfir því hversu tregur Trump var til þess að fá stuðningsmenn sína til að yfirgefa þinghúsið. Með því hefði hann unnið óafturkræfan skaða á arfleifð sinni. Hvatningin til að grípa inn í atburðarásina kom bæði innan Hvíta hússins og að utan, meðal annars frá fyrrverandi samstarfsmönnum. „Það besta sem @realDonaldTrump getur gert núna er að ávarpa þjóðina frá forsetaskrifstofunni og fordæma óeirðirnar. Þjóðin þarfnast friðsamlegra valdaskipta 1/20,“ tísti Mick Mulvaney, einn margra fyrrverandi starfsmannastjóra forsetans. Hegðun forsetans gekk fram af starfsmönnum Hvíta hússins Trump svaraði hins vegar með fullyrðingum um að flestir stuðningsmanna hans væru friðsamlegir. Hann neitaði að tala við Fox News en fékkst til að senda nokkur tíst og að lokum að taka upp stutt myndskilaboð til að dreifa á Twitter. Hann vék hins vegar frá handritinu sem aðstoðarmenn höfðu skrifað og hélt því enn og aftur fram að kosningunum hefði verið stolið, sem hann hafði verið beðinn um að gera ekki. Myndskeiðið varð til þess að Twitter lokaði á aðgang Trump í tólf tíma, sem ku hafa gert hann afar reiðan. Skelfingu lostið starfsfólk Hvíta hússins fór augljóslega að hugsa sinn gang. „Fólk var að leita að ástæðu til að vera áfram en nú er hann búinn að gefa þeim ástæðu til að fara,“ sagði einn ráðgjafa Trump við Washington Post. Margir veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að vera áfram til að tryggja snuðrulaus valdaskipti en fregnir hafa þegar borist af uppsögnum, meðal annars tveggja starfsmanna forsetafrúarinnar. Þá eru þjóðaröryggisráðgjafinn Robert C. O'Brien, aðstoðarmaður hans Matthew Pottinger og aðstoðarstarfsmannastjórinn Chris Liddell sagðir vera að íhuga að segja af sér. Það gæti orðið til þess að uppsögnum mun fjölga enn frekar. O'Brien var yfir sig hneykslaður á atburðarásinni við þinghúsið og að Trump skyldi ráðast gegn Pence á meðan varaforsetinn og þingmenn voru í hættu. „Ég var að ræða við varaforsetann. Hann er virkilega fínn og almennilegur maður,“ tísti O'Brien. „Hann sýndi hugrekki í dag eins og hann gerði sem þingmaður 9/11. Ég er stoltur af því að þjóna með honum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Trump var æstur og reiður, samkvæmt umfjöllun Washington Post, talaði ítrekað um svik og átti mörg orð um meintan heigulshátt varaforsetans Mike Pence, sem Trump hafði ítrekað hvatt til að taka lögin í eigin hendur og koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Pence hafði áður greint Trump frá því að hann hefði ekki vald til að verða við óskum forsetans og einn heimildarmanna Washington Post sagði Trump hafa verið svo reiðan út í varaforsetann að hann vildi banna starfsmannastjóra hans, Marc Short, að snúa aftur í Hvíta húsið eftir þingfundinn. „Það sem hann var æstastur yfir og komst ekki yfir allan daginn voru svik Pence. Allan daginn var þemað: Ég kom honum til valda, ég bjargaði honum frá pólitískum dauða og hann stakk mig í bakið,“ segir heimildamaðurinn. Neitaði framan af að láta til sín taka Annar háttsettur embættismaður sagðist halda að atburðir dagsins hefðu aukið vinsældir Pence, á kostnað Trump. „Annar maðurinn hegðaði sér eins og smábarn og hinn eins og næstæðsti embættismaður þjóðarinnar,“ sagði hann. Ýmsir starfsmenn Hvíta hússins reyndu ítrekað að fá forsetann til að bregðast við og lægja öldurnar þegar hiti færðist í leikinn í þinghúsinu en hann var seinn að bregðast við. Meðal þeirra spurninga sem sitja eftir eru hver á sök á því hvernig fór og af hverju það reyndist múgnum jafn auðvelt og raun bar vitni að komast inn í þinghúsið.epa/Jim Lo Scalzo „Hann var algjört skrímsli í dag,“ sagði einn heimildarmaður. Fólk hefði verið í sjokki yfir því hversu tregur Trump var til þess að fá stuðningsmenn sína til að yfirgefa þinghúsið. Með því hefði hann unnið óafturkræfan skaða á arfleifð sinni. Hvatningin til að grípa inn í atburðarásina kom bæði innan Hvíta hússins og að utan, meðal annars frá fyrrverandi samstarfsmönnum. „Það besta sem @realDonaldTrump getur gert núna er að ávarpa þjóðina frá forsetaskrifstofunni og fordæma óeirðirnar. Þjóðin þarfnast friðsamlegra valdaskipta 1/20,“ tísti Mick Mulvaney, einn margra fyrrverandi starfsmannastjóra forsetans. Hegðun forsetans gekk fram af starfsmönnum Hvíta hússins Trump svaraði hins vegar með fullyrðingum um að flestir stuðningsmanna hans væru friðsamlegir. Hann neitaði að tala við Fox News en fékkst til að senda nokkur tíst og að lokum að taka upp stutt myndskilaboð til að dreifa á Twitter. Hann vék hins vegar frá handritinu sem aðstoðarmenn höfðu skrifað og hélt því enn og aftur fram að kosningunum hefði verið stolið, sem hann hafði verið beðinn um að gera ekki. Myndskeiðið varð til þess að Twitter lokaði á aðgang Trump í tólf tíma, sem ku hafa gert hann afar reiðan. Skelfingu lostið starfsfólk Hvíta hússins fór augljóslega að hugsa sinn gang. „Fólk var að leita að ástæðu til að vera áfram en nú er hann búinn að gefa þeim ástæðu til að fara,“ sagði einn ráðgjafa Trump við Washington Post. Margir veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að vera áfram til að tryggja snuðrulaus valdaskipti en fregnir hafa þegar borist af uppsögnum, meðal annars tveggja starfsmanna forsetafrúarinnar. Þá eru þjóðaröryggisráðgjafinn Robert C. O'Brien, aðstoðarmaður hans Matthew Pottinger og aðstoðarstarfsmannastjórinn Chris Liddell sagðir vera að íhuga að segja af sér. Það gæti orðið til þess að uppsögnum mun fjölga enn frekar. O'Brien var yfir sig hneykslaður á atburðarásinni við þinghúsið og að Trump skyldi ráðast gegn Pence á meðan varaforsetinn og þingmenn voru í hættu. „Ég var að ræða við varaforsetann. Hann er virkilega fínn og almennilegur maður,“ tísti O'Brien. „Hann sýndi hugrekki í dag eins og hann gerði sem þingmaður 9/11. Ég er stoltur af því að þjóna með honum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37