„Hann var algjört skrímsli í dag“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2021 13:26 Það tók langan tíma að fá forsetann til að stíga fram og hvetja til friðar. epa/Shawn Thew Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. Trump var æstur og reiður, samkvæmt umfjöllun Washington Post, talaði ítrekað um svik og átti mörg orð um meintan heigulshátt varaforsetans Mike Pence, sem Trump hafði ítrekað hvatt til að taka lögin í eigin hendur og koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Pence hafði áður greint Trump frá því að hann hefði ekki vald til að verða við óskum forsetans og einn heimildarmanna Washington Post sagði Trump hafa verið svo reiðan út í varaforsetann að hann vildi banna starfsmannastjóra hans, Marc Short, að snúa aftur í Hvíta húsið eftir þingfundinn. „Það sem hann var æstastur yfir og komst ekki yfir allan daginn voru svik Pence. Allan daginn var þemað: Ég kom honum til valda, ég bjargaði honum frá pólitískum dauða og hann stakk mig í bakið,“ segir heimildamaðurinn. Neitaði framan af að láta til sín taka Annar háttsettur embættismaður sagðist halda að atburðir dagsins hefðu aukið vinsældir Pence, á kostnað Trump. „Annar maðurinn hegðaði sér eins og smábarn og hinn eins og næstæðsti embættismaður þjóðarinnar,“ sagði hann. Ýmsir starfsmenn Hvíta hússins reyndu ítrekað að fá forsetann til að bregðast við og lægja öldurnar þegar hiti færðist í leikinn í þinghúsinu en hann var seinn að bregðast við. Meðal þeirra spurninga sem sitja eftir eru hver á sök á því hvernig fór og af hverju það reyndist múgnum jafn auðvelt og raun bar vitni að komast inn í þinghúsið.epa/Jim Lo Scalzo „Hann var algjört skrímsli í dag,“ sagði einn heimildarmaður. Fólk hefði verið í sjokki yfir því hversu tregur Trump var til þess að fá stuðningsmenn sína til að yfirgefa þinghúsið. Með því hefði hann unnið óafturkræfan skaða á arfleifð sinni. Hvatningin til að grípa inn í atburðarásina kom bæði innan Hvíta hússins og að utan, meðal annars frá fyrrverandi samstarfsmönnum. „Það besta sem @realDonaldTrump getur gert núna er að ávarpa þjóðina frá forsetaskrifstofunni og fordæma óeirðirnar. Þjóðin þarfnast friðsamlegra valdaskipta 1/20,“ tísti Mick Mulvaney, einn margra fyrrverandi starfsmannastjóra forsetans. Hegðun forsetans gekk fram af starfsmönnum Hvíta hússins Trump svaraði hins vegar með fullyrðingum um að flestir stuðningsmanna hans væru friðsamlegir. Hann neitaði að tala við Fox News en fékkst til að senda nokkur tíst og að lokum að taka upp stutt myndskilaboð til að dreifa á Twitter. Hann vék hins vegar frá handritinu sem aðstoðarmenn höfðu skrifað og hélt því enn og aftur fram að kosningunum hefði verið stolið, sem hann hafði verið beðinn um að gera ekki. Myndskeiðið varð til þess að Twitter lokaði á aðgang Trump í tólf tíma, sem ku hafa gert hann afar reiðan. Skelfingu lostið starfsfólk Hvíta hússins fór augljóslega að hugsa sinn gang. „Fólk var að leita að ástæðu til að vera áfram en nú er hann búinn að gefa þeim ástæðu til að fara,“ sagði einn ráðgjafa Trump við Washington Post. Margir veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að vera áfram til að tryggja snuðrulaus valdaskipti en fregnir hafa þegar borist af uppsögnum, meðal annars tveggja starfsmanna forsetafrúarinnar. Þá eru þjóðaröryggisráðgjafinn Robert C. O'Brien, aðstoðarmaður hans Matthew Pottinger og aðstoðarstarfsmannastjórinn Chris Liddell sagðir vera að íhuga að segja af sér. Það gæti orðið til þess að uppsögnum mun fjölga enn frekar. O'Brien var yfir sig hneykslaður á atburðarásinni við þinghúsið og að Trump skyldi ráðast gegn Pence á meðan varaforsetinn og þingmenn voru í hættu. „Ég var að ræða við varaforsetann. Hann er virkilega fínn og almennilegur maður,“ tísti O'Brien. „Hann sýndi hugrekki í dag eins og hann gerði sem þingmaður 9/11. Ég er stoltur af því að þjóna með honum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Trump var æstur og reiður, samkvæmt umfjöllun Washington Post, talaði ítrekað um svik og átti mörg orð um meintan heigulshátt varaforsetans Mike Pence, sem Trump hafði ítrekað hvatt til að taka lögin í eigin hendur og koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Pence hafði áður greint Trump frá því að hann hefði ekki vald til að verða við óskum forsetans og einn heimildarmanna Washington Post sagði Trump hafa verið svo reiðan út í varaforsetann að hann vildi banna starfsmannastjóra hans, Marc Short, að snúa aftur í Hvíta húsið eftir þingfundinn. „Það sem hann var æstastur yfir og komst ekki yfir allan daginn voru svik Pence. Allan daginn var þemað: Ég kom honum til valda, ég bjargaði honum frá pólitískum dauða og hann stakk mig í bakið,“ segir heimildamaðurinn. Neitaði framan af að láta til sín taka Annar háttsettur embættismaður sagðist halda að atburðir dagsins hefðu aukið vinsældir Pence, á kostnað Trump. „Annar maðurinn hegðaði sér eins og smábarn og hinn eins og næstæðsti embættismaður þjóðarinnar,“ sagði hann. Ýmsir starfsmenn Hvíta hússins reyndu ítrekað að fá forsetann til að bregðast við og lægja öldurnar þegar hiti færðist í leikinn í þinghúsinu en hann var seinn að bregðast við. Meðal þeirra spurninga sem sitja eftir eru hver á sök á því hvernig fór og af hverju það reyndist múgnum jafn auðvelt og raun bar vitni að komast inn í þinghúsið.epa/Jim Lo Scalzo „Hann var algjört skrímsli í dag,“ sagði einn heimildarmaður. Fólk hefði verið í sjokki yfir því hversu tregur Trump var til þess að fá stuðningsmenn sína til að yfirgefa þinghúsið. Með því hefði hann unnið óafturkræfan skaða á arfleifð sinni. Hvatningin til að grípa inn í atburðarásina kom bæði innan Hvíta hússins og að utan, meðal annars frá fyrrverandi samstarfsmönnum. „Það besta sem @realDonaldTrump getur gert núna er að ávarpa þjóðina frá forsetaskrifstofunni og fordæma óeirðirnar. Þjóðin þarfnast friðsamlegra valdaskipta 1/20,“ tísti Mick Mulvaney, einn margra fyrrverandi starfsmannastjóra forsetans. Hegðun forsetans gekk fram af starfsmönnum Hvíta hússins Trump svaraði hins vegar með fullyrðingum um að flestir stuðningsmanna hans væru friðsamlegir. Hann neitaði að tala við Fox News en fékkst til að senda nokkur tíst og að lokum að taka upp stutt myndskilaboð til að dreifa á Twitter. Hann vék hins vegar frá handritinu sem aðstoðarmenn höfðu skrifað og hélt því enn og aftur fram að kosningunum hefði verið stolið, sem hann hafði verið beðinn um að gera ekki. Myndskeiðið varð til þess að Twitter lokaði á aðgang Trump í tólf tíma, sem ku hafa gert hann afar reiðan. Skelfingu lostið starfsfólk Hvíta hússins fór augljóslega að hugsa sinn gang. „Fólk var að leita að ástæðu til að vera áfram en nú er hann búinn að gefa þeim ástæðu til að fara,“ sagði einn ráðgjafa Trump við Washington Post. Margir veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að vera áfram til að tryggja snuðrulaus valdaskipti en fregnir hafa þegar borist af uppsögnum, meðal annars tveggja starfsmanna forsetafrúarinnar. Þá eru þjóðaröryggisráðgjafinn Robert C. O'Brien, aðstoðarmaður hans Matthew Pottinger og aðstoðarstarfsmannastjórinn Chris Liddell sagðir vera að íhuga að segja af sér. Það gæti orðið til þess að uppsögnum mun fjölga enn frekar. O'Brien var yfir sig hneykslaður á atburðarásinni við þinghúsið og að Trump skyldi ráðast gegn Pence á meðan varaforsetinn og þingmenn voru í hættu. „Ég var að ræða við varaforsetann. Hann er virkilega fínn og almennilegur maður,“ tísti O'Brien. „Hann sýndi hugrekki í dag eins og hann gerði sem þingmaður 9/11. Ég er stoltur af því að þjóna með honum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37