Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trumps vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2021 11:51 Ýmsum sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum líst afar illa á það að íslenska fánanum sé veifað meðal stuðningsmanna Trumps í Bandaríkjunum. Vígalegur mótmælandi veifar íslenska fánanum samhliða miklum fána til stuðnings Trump í borginni Sacramento í Bandaríkjunum. Framganga hans og og hvernig íslenski fáninn tengist róstursömum mótmælunum liggur ekki fyrir. Fjölmargir Íslendingar fylgdust agndofa með róstursömum mótmælunum í Bandaríkjunum meðal stuðningsmanna Trumps í nótt þar sem hæst bera óeirðir við bandaríska þinghúsið. En mótmæli fara fram víðar um Bandaríkin. Myndefni birtist á netinu meðal annars frá Sacramento í Californíu þar sem sjá má stuðningsmenn Trumps fara mikinn. Myndefnið birtist á Facebooksíðu sem heitir Black Zebra Productions en þar getur að líta vörpulegan karlmann, fúlskeggjaðan sem veifar miklum fána til marks um stuðning við Trump. En að auki hefur hann festan íslenska fánann við bakpoka sinn. Svo virðist sem þeir sem taka upp myndskeiðið kannist við hann sem mann sem hefur lengi verið virkur í stuðningi sínum við Trump. Fer mikinn og er hinn vígalegasti Þessi maður er áberandi í myndbandinu, sem er langt, honum bregður fyrir oft og fer mikinn. Illugi Jökulsson birtir myndir af manninum og á Facebooksíðu hans fer fram nokkur umræða. Ýmsum líst sannast sagna afar illa á blikuna, vilja síður sjá íslenska fánann í þessu samhengi. Og tjá þann hug sinn á síðu Illuga og reyndar víðar á Facebook. Trump-stuðningsmenn láta líka taka eftir sér í Sacramento.Posted by Illugi Jökulsson on Miðvikudagur, 6. janúar 2021 Aðrir, svo sem Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, furðar sig á slíkum ummælum. „Magnað að lesa ummælin um þennan mann hérna. Ég sé ekkert til hans á þessu myndbandi annað en að hann brúkar borgaraleg réttindi sín vestra til þess að mótmæla. Líkt og við gerum hér - og erum þakklát fyrir að fá að hafa þau réttindi. Gáum að því að þessi maður er ekki með í því að ráðast á þinghúsið, hann er þúsundir mílna í burtu frá þeim atburðum,“ segir Guðmundur. Hlýtur að vera Íslendingur Þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan hefur Vísi ekki enn tekist að komast að því hver maðurinn er né hvað honum gengur til að veifa íslenska fánanum í þessu samhengi. Illugi segist, í samtali við Vísi, hafa fengið þetta myndefni sent frá einum af sínum tryggu FB-vinum. Illugi segist ekki vita hver maðurinn er, ekkert umfram það sem sést á myndbandinu. „Þar sést hann oft og lætur að sér kveða,“ segir Illugi. Hann telur að það hljóti að koma á daginn hvern um ræðir. „Ef þetta er Íslendingur, sem ég held að hljóti að vera, þá eru þeir nú varla svo margir í Sacramento eða nágrenni að það sé ekki hægt að finna hann.“ Vísir þiggur með þökkum allar ábendingar í þá átt: Hver er maðurinn og af hverju er íslenski fáninn kominn í þetta samhengi? Hvað manninum gengur til með að vappa um meðal mótmælenda, stuðningsmanna Trumps, með íslenska fánann á lofti liggur ekki fyrir. Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íslenski fáninn Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar fylgdust agndofa með róstursömum mótmælunum í Bandaríkjunum meðal stuðningsmanna Trumps í nótt þar sem hæst bera óeirðir við bandaríska þinghúsið. En mótmæli fara fram víðar um Bandaríkin. Myndefni birtist á netinu meðal annars frá Sacramento í Californíu þar sem sjá má stuðningsmenn Trumps fara mikinn. Myndefnið birtist á Facebooksíðu sem heitir Black Zebra Productions en þar getur að líta vörpulegan karlmann, fúlskeggjaðan sem veifar miklum fána til marks um stuðning við Trump. En að auki hefur hann festan íslenska fánann við bakpoka sinn. Svo virðist sem þeir sem taka upp myndskeiðið kannist við hann sem mann sem hefur lengi verið virkur í stuðningi sínum við Trump. Fer mikinn og er hinn vígalegasti Þessi maður er áberandi í myndbandinu, sem er langt, honum bregður fyrir oft og fer mikinn. Illugi Jökulsson birtir myndir af manninum og á Facebooksíðu hans fer fram nokkur umræða. Ýmsum líst sannast sagna afar illa á blikuna, vilja síður sjá íslenska fánann í þessu samhengi. Og tjá þann hug sinn á síðu Illuga og reyndar víðar á Facebook. Trump-stuðningsmenn láta líka taka eftir sér í Sacramento.Posted by Illugi Jökulsson on Miðvikudagur, 6. janúar 2021 Aðrir, svo sem Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, furðar sig á slíkum ummælum. „Magnað að lesa ummælin um þennan mann hérna. Ég sé ekkert til hans á þessu myndbandi annað en að hann brúkar borgaraleg réttindi sín vestra til þess að mótmæla. Líkt og við gerum hér - og erum þakklát fyrir að fá að hafa þau réttindi. Gáum að því að þessi maður er ekki með í því að ráðast á þinghúsið, hann er þúsundir mílna í burtu frá þeim atburðum,“ segir Guðmundur. Hlýtur að vera Íslendingur Þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan hefur Vísi ekki enn tekist að komast að því hver maðurinn er né hvað honum gengur til að veifa íslenska fánanum í þessu samhengi. Illugi segist, í samtali við Vísi, hafa fengið þetta myndefni sent frá einum af sínum tryggu FB-vinum. Illugi segist ekki vita hver maðurinn er, ekkert umfram það sem sést á myndbandinu. „Þar sést hann oft og lætur að sér kveða,“ segir Illugi. Hann telur að það hljóti að koma á daginn hvern um ræðir. „Ef þetta er Íslendingur, sem ég held að hljóti að vera, þá eru þeir nú varla svo margir í Sacramento eða nágrenni að það sé ekki hægt að finna hann.“ Vísir þiggur með þökkum allar ábendingar í þá átt: Hver er maðurinn og af hverju er íslenski fáninn kominn í þetta samhengi? Hvað manninum gengur til með að vappa um meðal mótmælenda, stuðningsmanna Trumps, með íslenska fánann á lofti liggur ekki fyrir.
Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íslenski fáninn Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37