Skutu flugeldum á endurnar á Tjörninni Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2021 13:59 Ungir menn hafa gert sér það að leik að undanförnu að skjóta flugeldum og kínverjum að fuglunum sem hafa fundið sér athvarf á Tjörninni í miðborg Reykjavíkur. vísir/hanna Íbúum við Tjörnina er brugðið en ungir menn hafa sést þar við þann ljóta leik að kveikja á flugeldum og kínverjum og beina að fuglalífi sem þar er. Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum. Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum.
Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35
Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58