Ágúst H. Guðmundsson er látinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 19:18 Ágúst H. Guðmundsson. Heimasíða Þórs/Páll Jóhannesson Ágúst Herbert Guðmundsson, fyrrum körfuboltaþjálfari, er látinn, 53 ára að aldri, eftir þriggja ára baráttu við MND sjúkdóminn. Ágúst markaði djúp spor í sögu Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri þar sem hann er goðsögn í körfuboltasamfélaginu norðan heiða eftir að hafa verið í lykilhlutverki í starfi körfuknattleiksdeildar félagsins undanfarna áratugi. Á þjálfaraferli sínum kom hann að þjálfun nær allra flokka Þórs, allt frá yngstu flokkum og upp í meistaraflokk en Ágúst hætti þjálfun árið 2017 þegar sjúkdómurinn hafði tekið mikinn toll af honum. Ágúst náði góðum árangri með lið Þórs í meistaraflokki í efstu deild en sérstaklega náði hann góðum árangri í yngri flokka þjálfun. Hann þjálfaði drengjaflokk Þórs sem varð Íslandsmeistari árið 1998 en það var fyrsti meistaratitill Akureyrarliðsins í körfubolta karlamegin. Hann þjálfaði svo margrómaðan 2001 árgang Þórs sem vann fjölda Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum auk þess að vinna Scania Cup. Hann hlaut silfur- og gullmerki Íþróttafélagsins Þórs fyrir sín störf í þágu félagsins og hefur einnig hlotið gullmerki KKÍ, Körfuknattleikssambands Íslands, fyrir sitt framlag til íslensks körfubolta. Þá var Ágústi veitt heiðursviðurkenning Frístundaráðs Akureyrar árið 2017 fyrir störf sín í þágu körfuboltans. Ágúst þjálfaði ekki bara körfubolta hjá Þór heldur var hann virkur í öllu starfi körfuknattleiksdeildarinnar og veitti stjórn deildarinnar ráðgjöf til hinsta dags. Birt voru minningarorð á heimasíðu Þórs í dag. Ágúst lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Þeirra á meðal er Júlíus Orri Ágústsson sem hefur leikið lykilhlutverk í liði Þórs í Dominos deildinni á undanförnum árum þrátt fyrir ungan aldur. Dominos-deild karla Andlát Akureyri Tengdar fréttir Heiðra goðsögn hjá Þór með sérstakri áletrun á treyju sinni í Dominos deildinni Þór Akureyri mun leika með sérstaka áletrun á treyju sinni í Dominos-deildinni til að sýna stuðning við Ágúst Herbert Guðmundsson, fyrrum þjálfara félagsins. 24. september 2019 23:15 MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum. 3. mars 2019 18:38 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Ágúst markaði djúp spor í sögu Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri þar sem hann er goðsögn í körfuboltasamfélaginu norðan heiða eftir að hafa verið í lykilhlutverki í starfi körfuknattleiksdeildar félagsins undanfarna áratugi. Á þjálfaraferli sínum kom hann að þjálfun nær allra flokka Þórs, allt frá yngstu flokkum og upp í meistaraflokk en Ágúst hætti þjálfun árið 2017 þegar sjúkdómurinn hafði tekið mikinn toll af honum. Ágúst náði góðum árangri með lið Þórs í meistaraflokki í efstu deild en sérstaklega náði hann góðum árangri í yngri flokka þjálfun. Hann þjálfaði drengjaflokk Þórs sem varð Íslandsmeistari árið 1998 en það var fyrsti meistaratitill Akureyrarliðsins í körfubolta karlamegin. Hann þjálfaði svo margrómaðan 2001 árgang Þórs sem vann fjölda Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum auk þess að vinna Scania Cup. Hann hlaut silfur- og gullmerki Íþróttafélagsins Þórs fyrir sín störf í þágu félagsins og hefur einnig hlotið gullmerki KKÍ, Körfuknattleikssambands Íslands, fyrir sitt framlag til íslensks körfubolta. Þá var Ágústi veitt heiðursviðurkenning Frístundaráðs Akureyrar árið 2017 fyrir störf sín í þágu körfuboltans. Ágúst þjálfaði ekki bara körfubolta hjá Þór heldur var hann virkur í öllu starfi körfuknattleiksdeildarinnar og veitti stjórn deildarinnar ráðgjöf til hinsta dags. Birt voru minningarorð á heimasíðu Þórs í dag. Ágúst lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Þeirra á meðal er Júlíus Orri Ágústsson sem hefur leikið lykilhlutverk í liði Þórs í Dominos deildinni á undanförnum árum þrátt fyrir ungan aldur.
Dominos-deild karla Andlát Akureyri Tengdar fréttir Heiðra goðsögn hjá Þór með sérstakri áletrun á treyju sinni í Dominos deildinni Þór Akureyri mun leika með sérstaka áletrun á treyju sinni í Dominos-deildinni til að sýna stuðning við Ágúst Herbert Guðmundsson, fyrrum þjálfara félagsins. 24. september 2019 23:15 MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum. 3. mars 2019 18:38 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Heiðra goðsögn hjá Þór með sérstakri áletrun á treyju sinni í Dominos deildinni Þór Akureyri mun leika með sérstaka áletrun á treyju sinni í Dominos-deildinni til að sýna stuðning við Ágúst Herbert Guðmundsson, fyrrum þjálfara félagsins. 24. september 2019 23:15
MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum. 3. mars 2019 18:38
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum