Tvær útsendingar verða sendar út á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag á Stöð 2 Sport 2 annars vegar og Stöð 2 ESport hins vegar.
Leikur Valencia og Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefjast leikar klukkan 20:00.
Valencia er í vandræðum þar sem liðið er í fallsæti en getur lyft sér af fallsvæðinu með sigri gegn Cadiz sem er í 11.sæti deildarinnar.
GameTíví er á sínum stað með sinn vikulega þátt þar sem farið er yfir allt sem skiptir máli í heimi tölvuleikjanna.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.