Skák og menning Bragi Þorfinnsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun