Skutu öryggisvörð verslunar vegna deilu um grímu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 09:01 Sharion Munerlyn, sonur öryggisvarðarins, faðmar frænku sína á minningarathöfn á sunnudaginn. AP/Jake May Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira