Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2020 08:43 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þó að ráðleggingar hans hafi verið umdeildar þá nýtur hann mikils trausts meðal Svía samkvæmt könnunum. EPA Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10