„Stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2020 15:49 Finnur Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag. vísir/vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Sjá meira
Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00
Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49